Guðrún Inga Sívertsen í stjórn KSÍ

Mér finnst aðalfréttin vera glæsileg kosning Guðrúnar Ingu Sívertsen í stjórn KSÍ. Hún fékk 114 af 118. Þetta er "rússnesk" kosning glæsilegs fulltrúa okkar Þróttara sem verður nú sameiginlegur fulltrúi okkar allra og mun örugglega sinna því með glæsibrag.

Þarna er kominn hugsanlegur kandídat í formannskjör KSÍ þótt síðar verði. Til þess þarf hún að ávinna sér traust í störfum sínum og þá getur allt gerst. 


mbl.is Geir Þorsteinsson kjörinn formaður KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ingolfur arnarsson

Kæri Haukur.  Ég þakka þér fyrir þitt innlegg í íslenskri pólitík undanfarið.  Ég er hins vegar orðinn nokk óþolinmóður að vita hvað úr verður.  I Silfri Egils kallaðir þú á liðsinni Jóns Baldvins, en enn hef ég ekki fengið neinar fréttir af því hvort hann hafi orðið við kalli þínu.  Er einhverja frétta að vænta bráðlega?

Mér finnst að vísu stórundarlegt að fjölmiðlar hafi ekki hlaupið af stað til að kanna tilsvör Jóns við kalli þínu, en það er svo sem ekki við öðru að búast, nú þegar fjölmiðlar allir eru í eigu þeirra sem verða með öllum mögulegum ráðum að halda Jóni Baldvini sem lengst frá, verandi sá eini sem þeim stendur ógn af.  Og að sjálfsögðu hefur Samfylkingin setið þunnu hljóði, í þeirri von að þögn þeirri þurrki orð hans út - en þau voru orð í tíma töluð - orð sem við skildum öll og erum öll sammála.  Loksins að einhver talaði.  Ég spyr, þyrstur í fréttir sem ég fæ ekki frá fjölmiðlum, er einhver von til þess að þú fáir Jón Baldvin aftur í eldínuna - þar sem hann á heima?

ingolfur arnarsson, 10.2.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sæll Ingólfur,

Ég skil að mörgu leyti óþolinmæði þína. Þú mátt hins vegar alveg setja þig í spor þeirra manna sem ég er að reyna að kalla til. Mér fannst hvorugur þeirra á leið í pólitík þegar ég heyrði í þeim fyrst, samt  vissi ég um mikinn stjórnmálaáhuga þeirra fyrir. Það er stór ákvörðun fyrir þá báða, þótt með ólíkum hætti sé, að fara í þennan slag. Ég hef hins vegar bullandi trú á þeim og tel að þetta sé í raun orðið spurning um það hvort þeir vilji leiða það sem ég vil orðið kalla björgunarleiðangur fyrir íslenska þjóð. Það verður hins vegar að gefa þeim tíma til að skoða þessi mál svo þeir megi taka ákvörðun um framboð sín að vel ígrunduðu máli. Ég held ég hafi gengið eins langt með að ýta við þeim eins og almenn kurteisi hreinlega leyfir. Þú mátt treysta því að það eru fleiri en ég að vinna í þessu máli og það verður bara að hafa sinn gang.

Ég hef líka biðlað til þess að bæði framboð aldraðra og öryrkja verði með og geri mér líka vonir um að Margrét Sverrisdóttir verði með. Mér þykir það virkilega spennandi tilhugsun ef það næst að fá þetta fólk allt saman. Mikilvægt er að framboðið njóti strax þess álits að það sé marktækt og með breiða heilbrigða skírskotun til ALLRA helstu mála.

Það sem þú getur lagt á vogarskálina er að láta þetta fólk vita að þú viljir sjá þau mynda með okkur hinum EITT nýtt framboð sem getur haft þau áhrif sem við viljum sjá. Það er kominn tími á að reka hófsama stjórnmálastefnu í þessu landi. Það er svo margt sem þarf að breyta.

Haukur Nikulásson, 11.2.2007 kl. 09:26

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband