Hvenær þiggurðu of mikið Björn Ingi?

Það er athyglisvert að heyra ofan í Björn Inga Hrafnsson varðandi mál sem ég tel vera (vægt til orða tekið) á mörkum velsæmis og spillingar. Fræg er frammistaða hans í Kastljósi þar sem hann varði eigin þátttöku í hagsmunagæslu Óskar Bergssonar með því að skjóta "þið-eruð-líka-spilltir" skotum á viðmælendur sína. 

Varðandi boðsferð Kaupþings til London hafði Björn Ingi þetta að segja í Fréttablaðinu (vonandi rétt eftir honum haft):

"Mér var boðið í þessa ferð en var ekki í opinberum erindagjörðum. Kaupþing er viðskiptabankinn minn og mér var boðið að kynna mér nýjar höfuðstöðvar þessa fyrirtækis. Ég hef oftast tekið því vel þegar fyrirtæki vilja kynna mér starfsemi sína,

"Strax við komuna tóku við fyrirlestrar um starfsemi fyrirtækisins og íslensku útrásina. Þetta var mjög forvitnilegt enda hef ég lengi verið áhugamaður um velgengni íslenskra fyrirtækja erlendis."Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var Björn Ingi eini stjórnmálamaðurinn með í för, aðrir voru kaupsýslumenn í viðskiptum við bankann. Björn Ingi telur ekkert óeðlilegt við það að hann hafi þekkst boð Kaupþings. "Það er auðvitað alltaf umhugsunarefni í hvert sinn hvort þiggja eigi svona ferðir. Ég hef hins vegar margoft kynnt mér starfsemi íslenskra fyrirtækja, bæði hér og erlendis, og þetta var ekkert því frábrugðið."

Hjá okkur öfundsjúkum almúganum vakna þær spurningar hvort Kaupþing bjóði öllum viðskiptavinum sínum svona trakteringar? Var hann á "Saga Class" farrými? Hvernig voru veitingarnar og viðurgjörningurinn? Flott veisla um kvöldið? Skemmtanir? Fékk hann hálsmenn eða armband handa konunni? Var hún kannski sjálf með? Fékk hann ferðadagpeninga hjá Borginni? Skyldi Björn Ingi sitt eigið veski eftir heima? Er hann svo heppinn að þegar hann langar til útlanda að þá sé alltaf einhver tilbúinn að bjóða? (Sbr. margoft)

Nú spyr ég Björn Inga Hrafnsson: Hvað telurðu að þú megir þiggja mikið áður en það kallast spilling?

Ég held að fleiri en ég vilji vita hvar þú telur vera mörk spillingar. Þar sem þú ert duglegur við að lýsa skoðunum þínum á mönnum og málefnum væri gott að vita álit þitt á þessu tiltekna máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já hún er undarleg "framsóknarréttlætiskenndin" og ákaflega dapurlegt að lesa útskýringar Björns Inga á þessari boðsferð og réttlætingu hans á öluum hinum ferðunum. Þær ferðir hljóta einnig að hafa verið greiddar af einhverjum öðrum en honum sjálfum. Er nema von að þessi flokksómynd eigi undir högg að sækja í dag með svona mannskap innanborðs?

Halldór Egill Guðnason, 9.2.2007 kl. 12:30

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 264891

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband