Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Ríkisstjórnin ætlar að láta þjóðina borga Icesave MEÐ ILLU!

Ég næ því ekki hvernig núverandi ríkisstjórn getur reiknað það út að þjóðin geti borgað Icesave innlánin sem hún tók ekki við heldur örfáir fjársvikarar á vegum Landsbankans. Ég næ því ekki hvernig þessi ríkisstjórn dettur í hug að þjóðin vilji borga innlán sem hún kom hvergi nálægt.

Ennþá dúkka upp dæmin um þann hamslausa hálfvitagang sem virðist hafa ríkt í botnlausri vernd stjórnvalda á fjárglæframönnum þegar þeir ítrekað gefa útlendingum bevísa upp á að allt lánaruglið verði borgað af þjóðinni. Þessi sömu stjórnmálamenn voru að bjarga eigin óhæfuverkum með þessum loforðum upp í ermarnar á þjóðinni á umboðs til þess.

Það virðist líka vera ógerningur að koma nokkru viti fyrir fólk eins og Árna Pál Árnason sem virðist ekki hafa nokkurt inngrip í þetta viðfangsefni vegna blindrar löngunar til að selja landið með öllu í ESB.

Ég fullyrði að núverandi stjórn er að stórum hluta samsett af landráðafólki. Ég fullyrði líka að "minn tími mun koma" sé að stefna á ofsahraða í ruslatunnu sögunnar vegna skammsýni sinnar.

Verði Icesave ábyrgðin keyrð í gegnum þingið yfirgef ég landið því ég ætla ekki að eyða ellinni í fátækt vegna skulda sem ég tók ekki og fékk aldrei að njóta. Og ég fer ekki einn!

Þeir sem vilja borga Icesave rétti upp hönd?


mbl.is Mesta hættan fólksflótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljarðakostnaður samfélagsins við ímyndaða vini og ímyndaða óvini

"Guð blessi Ísland" eru orðin fleyg orð úr munni lítils karls sem hafði ekkert betra að segja þegar hrunið og efnahagsógeðið blasti við í öllu sínu veldi.

Hvað er eiginlega verið að ákalla? Fyrir rétti gæti ekki nokkur einasti kjaftur kallað hann til vitnis, enda ekki til í þeirri merkingu að hægt sé að hafa nokkurt samband við hann með nokkru vitlegu móti.

Samt er verið að verja milljörðum af skattpeningum okkar í að viðhalda vinskap við þennan ímyndaða vin okkar, sem fundin var upp fyrir löngu til að stjórna almenningi og ljúga upp sem ósýnilegan en alsjáandi refsivönd til að fá fólk til að hlýða yfirvaldinu. Þannig var þessi ímyndaði vinur gerður að óvini þeirra sem ekki hlýddu.

En trúin ríður nú ekki við einteiming. Margir þeirra sem ekki trúa á þennan ímyndaða vin á himnum eru samt sem áður jafn bilaðir að öðru leyti. Þeir trúa nefnilega á ímyndaða óvini sem þeir búast við að geri árásir á okkur þegar minnst varir. Þessi pésar hafa líka komið því fyrir að samfélagið borgi milljarða í að verjast þeim með herkirkjum eins og Varnarmálastofnun og kaupum á "loftrýmisgæslu" svo erlendir herflugmenn fái að æfa sig á okkar kostnað.

Hvenær skyldi okkur auðnast að losna við svona útgjaldabull vegna ímyndunar?

 


mbl.is Reyndu að lækna dóttur sína með bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott skemmtun

Ég hafði gaman af þeirri fjölbreytni sem boðið var upp á. Stuðmenn kunna þetta allt frá gamalli tíð, nýja söngkonan er ekki bara efnileg heldur góð og síðan verður ekki hjá því komist að Stefán Karl lífgi upp á hvaða samkomu sem er.

Takk fyrir þetta!


mbl.is Stuð í húsdýragarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er frelsi mestu glæpamannana vegna órjúfanlegra tengsla við stjórnmálamennina?

Núverandi stjórnvöld voru bæði stjórn og stjórnarandstaða þegar neyðarlögin voru sett. Þau eru þess vegna kyrfilega meðábyrg í því hversu arfavitlaus þessi lög voru og eru að verða einhver svakalegasti myllusteinn sem ein þjóð getur borið.

Mest af þessu alþingisliði hafði aldrei komið nálægt raunverulegum vandamálum nema kannski þeim að hífa upp launin sín í áskrift frá almenningi.

Vandamálið er líklegast það að spillingarliðið viti of mikið um stjórnmálamennina og síðan öfugt. Það geti í raun enginn ásakað einn eða neinn án þess að koma sjálfum sér í bobba. Þetta kann að virðast vera langsótt samsæriskenning en það má þá líka spyrja sig þessarar einföldu spurningar: Hvers vegna er ekki búið að loka auðvaldsþjófana inni?


mbl.is Kaupþing fékk lögbann á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lára Ólafsdóttir blindur sjáandi?

"Ég vil ekkert fá þetta orð á mig, að vera spámiðill eða sjáandi. Ég er bara Lára Ólafsdóttir."

 Hógværð Láru er þarna uppmáluð eftir henni á Visi. En hvernig titlar hún sig í símaskránni:

 Lára Ólafsdóttir sjáandi

Hún vill ekki vera það sem hún titlar sig sjálf. How's that for a nice twist?


mbl.is Hrinan í rénun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 264994

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband