Viljum við áfram sjálfstætt Ísland eða er okkur bara sama?

Mikið er rætt um að íslendingar eigi að taka upp Evru og líka að við eigum að ganga í Evrópusambandið. Ég vil hvorugt. Og ég vil helst geta lofað því næstu fjögur árin. Fólk verður að geta treyst því að landið afsali sér ekki sjálfstæði sínu á næstu 4 árum. Það tók margar aldir að fá sjálfstæði, viljum við henda því eftir rétt rúm 60 ár?

Öll umræðan um aðild að Evrópusambandinu er bara á efnahagslegum nótum. Allt snýst um peninga og betri kjör. Ég heyri nánast enga umræðu um aðra þætti. Af hverju eigum við sérstaklega að  ganga í Evrópusambandið frekar en að vinna að bættum samskiptum við ALLAR þjóðir? Af hverju fæ ég á tilfinninguna að Evrópusambandið sé álíka söfnuður og eineltisklíka í barnaskóla? Við eigum bara að mynda bandalög á heimsvísu til að sýna fram á að við séum öll á sama hnettinum með svipuð markmið til betra lífs.  

Í fyrsta skipti á minni rúmlega 50 ára ævi er íslenska krónan einhvers virði og þá fyrst vilja menn í alvöru leggja hana niður! Gjaldmiðillinn er lítill og margir telja það að hann eigi ekki tilverurétt vegna smæðar sinnar og vanmáttar. Með svipuðum rökum getum við hætt að vera íslendingar sökum fámennis og vanmáttar, viljum við það?

Stórveldi eins og Bandaríkin eru nú helsta ógnin við heimsfriðinn. Evrópa stefnir að því að verða annað stórveldi á borð við Bandaríkin og geta því hæglega fengið annan álíka forseta og George W. Bush þegar fram í sækir. Ósætti tveggja slíkra leiðtoga eykur hættu á raunverulegri heimsstyrjöld. Er þetta það sem við viljum taka þátt í að skapa?

Ef heimurinn er hins vegar settur saman úr minni stjórneiningum er þar af leiðandi minni hætta að vondir leiðtogar leiði heilu heimsálfurnar í stríð til ná fram markmiðum sínum.

Bush þurfti ekki innrás í Írak til að koma Saddam Hussein frá völdum. Ein vel stýrð byssukúla hefði nægt til að ná fram því markmiði. Markmiðið með innrásinni var raunverulega að ná völdum yfir olíuauðnum. Þetta ætti hverju barni að vera ljóst.

Ísland á að vera áfram sjálfstætt ríki og láta rödd sína heyrast á alþjóðavettvangi í anda friðar og bræðralags.  Látum duga að vinna í gegnum sameinuðu þjóðirnar. Seljum ekki torfengið sjálfstæði okkar í vanhugsaðri auragræðgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland á að vera sjálfstætt land með eigin gjaldmiðil.

Ekki er ég neinn hagfræðingur, en samt er ég svolítið stoltur af þeirri greiningu sem ég gerði á fjármalaástandinu fyrir um það bil 10 árum síðan. Hún var þessi:

 Það er engin von til þess að nokkurt vit fáist í hagstjórnun þessa lands á meðan verðtrygging er við lýði. Leiðin til að ná tökum á háum vöxtum og verðbólgu hér á landi er þessi:

1. Afnema verðtryggingu.

2. Setja í starfsleyfi banka, að þeir verði að lána almenningi til húsnæðiskaupa á föstum óbreytanlegum vöxtum til 25 eða 40 ára. Annars fái þeir ekki að starfa.

 Til hvers? 

Svarið er einfalt: Á meðan verðbólguskot rýrir ekki tekjur bankanna gera þeir ekkert til að koma í veg fyrir það.

Bankar hafa aðeins eitt markmið: Að græða. Þar af leiðandi er þeim til góða að verðbólgan hoppi af stað. Það hefur sýnt sig undanfarið að bankarnir eru með methagnað, nú í verðbólguskotinu.

Fyrir nokkrum árum, skömmu áður en framkvæmdir við virkjun og álver fóru af stað, heyrði ég viðtal við einhvern greiningarsnilling sem lýsti því hvernig horfur væru á að verbólga og stýrivextir myndu þróast næstu árin, hvenær verðbólgan yrði mest, hve háir stýrivextir seðlabankans myndu verða og hvenær. Eins og mig rekur minni til, virðist mér þetta hafa staðist upp á punkt og prik. Þá vaknar þessi spurning:

Hefðu bankarnir hagað sér eins, ef þeir hefðu verið með stóran hluta sinna útlána á föstum vöxtum og án verðtryggingar?

Svari hver fyrir sig. 

Hjörtur Árnason (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 20:51

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 264984

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband