IceSave klúðrið er skilgetið afkvæmi neyðarlaganna í haust

Það er sorgleg sú staðreynd að 700 milljarða króna greiðsla íslensku þjóðarinnar vegna IceSave er beint og skilgetið afkvæmi vanhugsuðu neyðarlaganna.

Skv. neyðarlögunum datt ríkið í þann fúla pitt að ábyrgjast allt sparifé landsmanna, en hefði einungis borið að ábyrgjast tæpar 3 milljónir á hvern reikning. Vegna þessa loforðs gera allir aðrir erlendu sparifjáreigendurnir sem bankarnir ginntu í spariviðskipti sömu kröfur vegna þess að það er ekki hægt að mismuna reikningseigendum eftir búsetu.

Til að ríkið geti staðið við þetta stálu þeir öllum innlendum skuldakröfum gömlu bankanna á hendur íslenskum skuldurum og láta þá borga upp í topp. Auk þess láta þeir þá líka taka á sig auknar byrðar vegna IceSave.

Vont þætti mér ef skrifað yrði undir skuldbindingar vegna IceSave áður en hægt er að sannreyna hversu mikið af eignasafni bankanna dugir til upp í þetta.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið samþykkt þá hefði ríkið aldrei þurft að ábyrgjast nema þessa tilteknu tæpra 3ja milljóna króna greiðslu per reikning. Ég er viss um að mismunurinn er upp á hundruð milljarða sem íslenskir skuldarar eiga bara að taka á sig líka. Til þess að þetta geti gengið eftir er stýrivöxtum haldið uppi að undirlagi AGS til að hratt gangi að safna þessum blóðpeningum út úr blönkum íslendingum.

Það er líka löngu ljóst að Jóhanna og Steingrímur taka ekki sinn persónulega þátt í að borga þetta!


mbl.is Mótmæla Icesave samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 264935

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband