Hvernig ætlast menn til siðbótar í viðskiptum ef ríkið er óheiðarlegt?

Frá fyrsta degi vissi ég að neyðarlögin sem Alþingi setti voru óheiðarleg. Þau voru upphafið að kennitöluflakki bankanna undir stjórn ríkisins. Með neyðarlögunum var öllum góðum viðskiptasiðvenjum kippt úr sambandi og meira að segja var bannað með lögum að lögsækja bankana næstu tvo árin. Það er með ólíkindum en stjórnarandstaðan var þvinguð til að samþykkja lagasetninguna og þess vegna hefur ekki heyrst styggðaryrði frá núverandi stjórnarflokkum um þennan dæmalausa gjörning.

Það má því segja að ríkið hafi innleitt nýja viðskiptahætti. Það sem áður var bara subbulegt kennitöluflakk veitingahúsa hér áður fyrr er nú staðlaður viðskiptamáti hjá ríkinu í gegnum bankakerfið sem þeir stálu með húð  og því hári sem þeir vildu. Annað skildu þeir eftir í höndum skilanefndarmanna sem hver um sig hefur 3 milljónir á mánuði fyrir að skúra yfir óhæfuverk ríkisins. Ég held að fólki sé smám saman að verða ljóst hvernig þeir haga þessum málum.

Forstjori Pennans kemur út úr þessari frétt gersamlega siðlaus. Það á að moka einhverri dúsu ofan í þá sem eru álitlegir birgjar og láta hina éta það sem úti frýs. Hér er klár mismunun á ferð. Forstjóri Pennans er þarna að brjóta lög og mismuna kröfuhöfum og það er með ólíkindum að hann beinlínis játi þetta í blaðaviðtali. Þvílík heimska!


mbl.is Kröfuhafar Pennans segja farir sínar ekki sléttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi hörmungarsaga er með ólíkindum.  Af hverju er ekkert farið að bóla á tiltekt meðal stjórþjófanna, meðan beitt er fullri hörku við almenna borgara og hústökufólk.  Þetta verður alltaf ógeðfeldara og ógeðfeldara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2009 kl. 09:25

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Málið leysist Haukur flokkurin þinn V.G ætla að ríkisvæða þetta allt,þá verður ekkert kennitöluflakk/.maður er ekki að verja þetta,en að Kenna þinum fyrrverandi flokk Sjálfstæðisflokk um allt sem miður fer,er bara ekki satt!!! Kveðja/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.4.2009 kl. 11:55

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 264940

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband