Tími kominn á handtökur og eignakyrrsetningar auðmanna

Ég skil eiginlega ekki til hvers verið er að halda út lögregluliði og rannsóknaraðilum.

Nú þegar eru nægilegar vísbendingar og rökstuddur grunur til að fara að kyrrsetja eignir auðmanna og taka þá til yfirheyrslu.

Það stofnar enginn reikinga á Cayman eyjum, Luxembourg, Tortola og fleiri stöðum nema til að fela. Oft er það þannig að þeir sem eru að fela... eru að stela.


mbl.is Hlutabréfaverði var haldið uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi frétt segir frá hinum eina sanna glæp í hruninu. Ef þetta sannast þá eiga þeir sem þetta stunduðu að fara með fyrstu ferð á Hraunið.

Síðasta fullyrðining hjá þér er röng. Það geta vel verið góðar og lögmætar ástæður fyrir þvi að eignir séu settar á reikninga erlendis. Það að komast hjá skattlagningu er ekki endilega þjófnaður. Það eru ekki djöflar í hverju horni.

Grétar (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jú, Grétar það er þjófnaður. Það sem þú talar um er afneitun þeirra siðblindu.

Haukur Nikulásson, 23.2.2009 kl. 16:49

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Afhverju ættum við svosem að fara að agnúast útí Jón Ásgeir og félaga, þó svo að þeir hafi verið með 1-2 reikninga á Tortola, þetta er auðvitað allt Davíð Oddssyni að kenna !   :)

Ég held að þú hafir orðað það best sjálfur: (http://haukurn.blog.is/blog/haukurn/entry/715952/)

"Það er skrýtið að heyra Davíð kenna öllu og öllum um það sem hann ber sjálfur stærstu sökina.

Hann setti íslenska bankahrunið í gang með eigin hendi. Það vita allir sem eitthvað vilja vita. Auðvitað voru bankarnir viðkvæmir, það eru öll fyrirtæki sem eru tekin viljandi niður með þeim hætti sem Davíð leyfði sér í eineltistilburðum sínum á Jón Ásgeir.

Davíð var forsætisráðherra og með Seðlabankann á forræði sínu þegar bankaeftirlitið fór þaðan. Hvernig getur hann sem Davíð Seðlabankastjóri verið trúverðugur að kenna um það sem gerist á vakt Davíðs forsætisráðherra?"

Maðurinn búinn að leggja greyjið Jón Ásgeir í einelti og það liggur við að maður gráti þegar maður heyrir á það minnst !

Þetta er rétt hjá þér, við eigum ekkert að vera að böggast í Jóni Ásgeiri og félögum, þeir eiga um sárt að binda eins og við hin um þessar mundir.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 25.2.2009 kl. 01:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband