Er afneitunin líka í nýju ríkisstjórninni?

Mér er eiginlega orðið sama um þessa gjaldmiðlaspurningu. Hún er seinni tíma mál. Það er líka fyrir síðari tíma að skoða aðild að ESB hvað svo sem hver segir.

Það sem skiptir máli núna er hreinlega að komast að því hvort Ísland sé gjaldþrota sem þjóð og eigi að gera ráðstafanir frá þeirri staðreynd núna eða strax!

Það eru lágmarksupplýsingar að fá að vita á hvaða þúsund milljörðum skuld okkar við umheiminn stendur. Eru þetta 3.000, 10.000 eða 20.000 milljarðar sem okkur er ætlað að borga?

Hvernig væri að allir þeir hagfræðingar og viðskiptafræðingar og bankafólk á himinháum launum hjá ríkinu færi að andskotast til að koma einhverjum vitrænum upplýsingum á framfæri!

Ég er ennþá sannfærðari en nokkurn tíma fyrr að enn er verið að voma yfir málunum, dansa við smámál þegar stóra málið er látið ósnert vegna hræðslu og vanþekkingar.

Við bætist svo að kosningahamur er kominn á suma þingmenn og þeir hætta bara að hugsa um stærri vandamál en eigið endurkjör. Hinir þykjast sjá að þingmennska verði ekkert annað en leiðindi miðað við fyrri gósen- og lántökusukktíma og hafa ákveðið að hætta þessu starfi.


mbl.is Ísland ætti að taka upp breska pundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

En hvað ég er sammála þér. Þetta ESB kjaftæði samfylkingar er fáránlegt. Menn virðast hafa brugðist við áfallinu með því að fara bara að hugsa um eitthvað annað en að leysa vandann.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Mikið rosalega er ég sammála þér. Um þetta snýst svo stór hluti af öllu ruglinu. Helvístis Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áhuga á neinu nema sínum hagsmunum og skítsama um þjóðina - gamli minnihlutinn gaf þeim 100 daga á þess að rífa mikinn kjaft en nú má ekki einu sinni reyfa hugmynd í nefnd að þá er Sjálstæðisflokkurinn búinn að eyða hálfum degi í upphrópanir og ásakanir í pontunni á Alþingi. Þessi flokkur eyðilagði Ísland og nú snúa þeir hnífnum í sárinu - af því þeir eru í stjórnarandstöðu. Ef íslendingar kjósa þetta gerspillta pakk yfir okkur aftur þá hugsa ég að ég fari alvarlega að íhuga landfluttning til Kanada eða Noregs.

Þór Jóhannesson, 15.2.2009 kl. 23:54

3 identicon

Vandinn er sá að það er ekki nóg að vita hvað mikið við skuldum, heldur þarf einnig að leita leiða til að koma atvinnulífinu á lappirnar aftur. Þekkingin á því hversu mikið við skuldum eða réttarhöld gegn sökudólgum breytir þar engu um, þótt auðvitað skipti miklu máli að hreinsa til. Hagfræðingar hafa mælt með ESB og evru og því er "ESB kjaftæði samfylkingar" ekki fáránlegt heldur framlag flokksins til nýrrar uppbyggingar. Fólk kann að vera -- og hefur fullan rétt á -- að vera ósammála þessari stefnu, en þá á það koma aðrar raunhæfar hugmyndir. Þær hef ég ekki séð og uppástungur um dollar, pund eða norska krónu eru út í hött því að það er ekki nafnið á gjaldmiðlinum sem skiptir máli heldur stuðningur seðlabanka við gjaldmiðilinn.

G (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:37

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Vill benda á færslu frá mér hérna

Sævar Einarsson, 16.2.2009 kl. 14:13

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 264913

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband