Dollar er rökréttari leið

Heimurinn okkar er ein jörð. Ekki bara Evrópusambandið. Bæði það að ætla að ganga í ESB sem og að taka upp Evru er skammsýni þar sem fljótlega mun reyna á vilja okkar til að eiga algerlega frjáls viðskipti við fleiri þjóðir en þær 27 sem eru í ESB. Það eru 200 þjóðir í heiminum þar fyrir utan.

Dollarinn er meira notaður á heimsvísu og ég get t.a.m. upplýst að langstærsti hluti af þeim innflutningi sem ég hef staðið fyrir á nærri 27 ára viðskiptaferli hefur verið í dollurum og skipti þá engu hvort ég væri að eiga viðskipti við Evrópuþjóðir líka.

Það hallast sífellt fleiri að því að Dollarinn sé rétti gjaldmiðillinn ef einhliða leið verður farin.


mbl.is Rökrétt að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

flyturu inn olíu ?

Ég flyt inn allt í euro.. alveg sama hvaðan það kemur... 

Óskar Þorkelsson, 12.2.2009 kl. 21:46

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Tölvubúnað Óskar. Það er reyndar í hvíld í bili vegna ástandsins.

Haukur Nikulásson, 12.2.2009 kl. 21:47

3 identicon

Meginstoð inn- og útflutnings á Íslandi er í evrum, mig minnir að það sé eitthvað í kringum 50% í evrum og svo 70% frá öllu ESB svæðinu. Dollari er ágætur en mig grunar að Gylfi nefni þetta vegna þess þunga sem evran er í okkar viðskiptum, því sé það rökréttar að hallast að evrum en dollar.

Eins og þú segir í kynningu á síðunni þá þurfum við að núllstilla allt, jafnvel okkar eigin hagsmuni fyrir hagsmuni heildarinnar. Ef þessar tölur sem ég nefndi standast (ég ath. þetta fyrir rúml. 18 mánuðum) þá eru það hagsmunir Íslands að hafa stærstu viðskiptin án gengisáhættu og þá er málinu auðsvarað, ekki satt?

IS (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

euro er um 70 % ef ég man rétt.. restin er olía.. og hugbúnaður :)

Óskar Þorkelsson, 12.2.2009 kl. 22:03

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú hefur talsvert til þíns máls IS með Evruna. Hins vegar virðist liggja fyrir að ESB setur sig á móti einhliða upptöku. Ég er heldur ekki búinn að gleyma hryðjuverkalögum Breta og þvingunaraðgerðum ESB vegna fyrirgreiðslu frá IMF útaf IceSave. Mér sýnist því einsýnt að einhliða upptaka Evru sé ekki í myndinni.

Sé þá tekið mið af því að ég er á móti aðild að ESB vegna fullveldisafsals þá er Dollarinn þar af leiðandi næstur í röðinni. Norsk króna má einnig hugleiða og er áhugaverður kostur þar sem hagsmunir íslendinga og norðmanna fara saman a.m.k. ennþá sem uppistaða í EES samningnum.

Ég er eiginlega dapur yfir því hveru mikið fylgi aðild að ESB hefur, en trúi því ekki að óreyndu að þjóðin muni samþykkja aðild þegar á reynir. ESB er ekki kærleiksbandalag og aðallega þess vegna er ég á móti því. Þetta er hagsmunabandalag sem viðheldur almennri fátækt þriðja heimsins og því ekki til þess fallið að flýta fyrir jöfnuði lífskjara meðal jarðarbúa sem hlýtur að vera endanlegt markmið í þessum heimi.

Haukur Nikulásson, 12.2.2009 kl. 23:38

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Það má ekki gleymast í öllu tali um gjaldmiðla að Evran er varla búinn að slíta barnaskónum, og er að margra mati einn yfirspenntasti gjaldmiðill heims, það er ekki langt síðan að Ítalir, Frakkar, og Spánverjar hótuðu að taka upp sínar gömlu minntir til að laga samkeppnisaðstöðu sína á innri markaði ESB, og ekki er uppörvandi að fylgjast með gangi mála Evrunar  að undanförnu.

Bandaríkjamenn hafa verið að prenta innistæðulitla Dollara allar götur síðan 1973, og er sú peningaprentun líklega ein stærsta orsök fjármálakreppunnar sem nú ríður yfir, en á bak við Dollar stendur eitt mesta iðnaðar og hernaðarveldi heimsins, og Dollar hefur verið ráðandi í heimsviðskiptum og svo mun áfram vera, örlög Evrunnar munu líklegast ráðast á næsta áratug eða svo.

Hvað sem öðru líður þá hefur það sýnt sig að Krónan okkar á nánast ekkert erindi á alþjóðamarkað, og væri happadrýgst fyrir okkur skipta henni út fyrir annan gjaldmiðil, ég hallast frekar að Norsku Krónunni og svo Dollar frekar en Evru.   

Magnús Jónsson, 13.2.2009 kl. 02:33

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst það vera landráðatal að ætla þvinga okkur inn í ESB. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2009 kl. 10:43

8 identicon

Mér þykir það miður að fólk horfi svona til ESB þar sem ég er hlynntur inngöngu eftir nána eftirgrennslan. Ég er alls ekki hlynntur einhliða upptöku á neinni mynt en ef við ættum að fara þá leið þá væri það evra eða dollar. Allt tal um norsku krónuna eða svissneska frankann er út í bláinn. Fólk þarf að halda sig á réttu línunni svo umræðan fari ekki út um gluggann. Sú umræða að framtíð evrunnar sé að ráðast er einnig mjög barnaleg og minnir mann á blaðagreinar í kringum 2000 þar sem Ameríkumenn fóru mikinn og dæmdu hana dauða áður en hún leit dagsins ljós, enda þeirra hagur fólginn í dánarvottorði evrunnar.

Nú bý ég í Danmörku og umræðan hér er á eina leið, skipta verður út dönsku krónunni vegna mikils viðskiptakostnaðar milli hennar og evru, þannig er í raun til staðar viðskiptahindrun milli evru svæðisins og Danmörku sem vonandi hverfur fljótlega. Að búa í stóru tolla og myntbandalagi þykir mér þægilegt, að geta verslað vörur þar sem þær eru ódýrastar skapar innlendum kaupmönnum aðhald. Kaffivélina keypti ég frá Ítalíu og þvottavélin kom frá Þýskalandi.

Ísland er að einangrast, á því er enginn vafi. Um 1950 voru ca 50 þjóðir, nú eru þær um 200 en athuga verður að þróunin hefur ekki verið í átt að múrum og einangrun þrátt fyrir fjölgun landamæra. Þess í stað hafa tollabandalög myndast og þjóðir opnast. Merkilegt verður að sjá hvað Íslendingar ætla að gera, ég sé ekki framtíðina bjarta fyrir Ísland ef ekkert verður gert.

Þegar ég vann rannsóknarverkefni um áhrif af inngöngu Íslands í ESB og EMU þá var ein skýrsla sem mér þótti framúrskarandi í skýrleika og gæðum og var það skýrsla frá Seðlabankanum, þar kemur m.a. fram:

"The results suggest that the Icelandic króna acts as a barrier to international

trade, and that by adopting the euro Icelandic trade with other EMU members could

increase by 60%, and that the share of trade in GDP could rise by 12 percentage

points which could boost per capita income by about 4% in the long run. We estimate

that about half of this effect comes from joining the EU and the other half from EMU

membership. These effects would be even larger would the three current outsiders

(Denmark, Sweden and the UK) also become members."

Þetta er rannsóknarritgerð Seðlabankans no. 26 frá 2004 og hægt er að nálgast hana hér: http://sedlabanki.is/uploads/files/WP-26.pdf

Skýrslan frá SÍ er stutt og auðveld yfirlestrar. Allt tal um landráð vil ég ekki taka þátt í, það sem sumum þykir landráð þykir öðrum kannski nauðsynleg þróun, aldrei er hægt að ná niðurstöðu í þannig umræðum.

þakka þér fyrir umræðuna Haukur, þú afsakar nafnleysið.

E.s.

Ég ætla að fá að geyma umræðuna um fátækt í þriðja heiminum og tengingu þess við stór ríkjabandalög s.s. US og ESB enda sérkapituli sem er engu að síður stórmerkilegur og hallast ég að sömu niðurstöðu og þú.

IS (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:58

9 Smámynd: Birnuson

Ásthildur, það stendur ekki til að „þvinga okkur inn í ESB“. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna hafa lýst því yfir að þjóðin verði sjálf látin ráða, þ.e. að kosið verði um aðild að sambandinu ef einhvern tíma verður ráðist í aðildarviðræður.

Birnuson, 13.2.2009 kl. 12:13

10 Smámynd: Birnuson

IS, kærar þakkir, þetta var gott innlegg.

Birnuson, 13.2.2009 kl. 12:17

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er rétt IS að framtíðin er allt annað en björt. Ég tel það fullkomlega raunsætt að gera ráð fyrir erfiðleikum næstu 10 árin við að borga þessa vitleysu. Það er eitt að vera raunsær og annað að láta það valda óþarfa sér þunglyndi.

Þess vegna þarf að komast að því hversu stór þessi skuldapakki er og taka afstöðu í framhaldi af því. Skuldirnar gætu verið svo stórkostlegar að þjáningaminnst væri að lýsa yfir gjaldþroti. Þetta verður að vera ígrundað miðað við veruleikann en ekki óskhyggju og jafnvel stolt út í algjöra vitleysu.

Haukur Nikulásson, 13.2.2009 kl. 14:14

12 Smámynd: Björn Jónsson

Haukur.

Er á sama máli og þú hvað varðar þá mynt sem við ættum að taka hér í stað hanónýtrar krónu.

Mér er sagt að Evran sé með mismunandi tákn á undan númeri seðilsins eftir því hvar hann hefur farið í umferð í ESB.

Veist þú hvers vegna það er??

Björn Jónsson, 13.2.2009 kl. 15:34

13 identicon

Það eru bara eigingjarnir og sjálfshverfir aðilar sem vilja gefa frá okkur Ísland bara fyrir peninga. Ef að fólk er að hugsa til framtíðar með börn sín og ættingja í huga, þá er það á móti ESB, því ekki get ég hugsað mér að skrifa undir sáttmála sem setur börn mín í hættu með að verða hvött í herinn.

Geir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:40

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ha.. hvaða her Geir ?

Óskar Þorkelsson, 13.2.2009 kl. 18:50

15 Smámynd: Magnús Jónsson

Jón Frímann: Varst þú að sleppa úr margra ára einangrun eða hvað?, það er einungis þrjóska Þjóðverja sem heldur gengi Evrunnar, ertu að halda því fram að Evran sé ekki einn yngsti gjaldmiðill heims, vaknaðu maður það er til veröld fyrir utan ESB, þú bregst við allri umræðu um ESB eins og verið væri að sparka í börnin þín, vissulega eru kostir fylgjandi aðild að ESB, en ekki fáum við allt fyrir ekki neitt þar frekar en annarstaðar.

Magnús Jónsson, 13.2.2009 kl. 19:18

16 identicon

Það er til umræðu hjá ESB að stofna sameiginlegan her, spáðu í svona alvarlegum hlutum áður en þú tekur afstöðu.

Geir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 19:46

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he Geir.. þetta er ekki alvarlegur hlutur.. ísland er eina landið í heiminum sem ekki hefur her.. og eina landið í heiminum sme er gersamlega agalaust hvort sem það er í skólum eða fjármálageira landsins.. spáðu í því áður en þú tekur afstöðu Geir.

Óskar Þorkelsson, 13.2.2009 kl. 20:36

18 identicon

Óskar, það er greinilegt að þú ert eigingjarn maður sem að hugsar bara um sjálfan þig og peninga. Ef að þú átt börn, þá vorkenni ég þeim, en það lítur út fyrir það að þú eigir engin börn til að hugsa um, því að ekkert eðlilegt foreldri gefur skít í það að það gæti verið hvatt barnið þitt í eitthvern her til að verja þýskaland, rúmeníu eða tyrkland.

Geir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:32

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

LOL bwahahahaha

Óskar Þorkelsson, 13.2.2009 kl. 21:34

20 identicon

Það er líka bara fjármálageirinn sem að er búinn að skíta upp á bak, og mér finnst það bæði heimskulegt og eigingjarnt að heimta það að ísland gangi í ESB bara til að bjarga þessum heimska geira, það er margt annað betra sem hægt er að gera til að koma pening inn í landið en að vera með virkan fjármálageira. Og ég er ekki tilbúinn til að gefa hendina frá mér fyrir litlaputta eins og evrusinnar eru að heimta.

Geir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:39

21 identicon

Það er ekki eins og þú sért að haga þér eins og þroskaður maður.

Geir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:42

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei ég ætla rétt að vona ekki...

Óskar Þorkelsson, 13.2.2009 kl. 22:41

23 Smámynd: Sigurjón

Skv. vef Hagstofunnar, nam útflutningur FOB í evrum árið 2007, 25,9% af heildarútflutningi.  Útflutningur í bandaríkjadölum nam 38,1% af heildinni og pundinu 12,1%.  Í innflutningi CIF nam evran 41,9%, bandaríkjadalur 26,1% og pundið 3,3%.  Þá er það á hreinu að það er betra fyrir útflutninginn að notast við dollara, en betra fyrir innflutninginn að notast við evru hér á landi.

Svo er það ekki rétt að við séum eina herlausa landið í heiminum.  Þau eru fjölmörg.

Það er heimskra manna siður að kynna sér ekki málin áður en farið er að fjölyrða um þau...

Sigurjón, 14.2.2009 kl. 17:33

24 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kemur ekki enn einn háðfuglinn fram á sjónarsviðið.. til hamingju Sigurjón. 

andorra. costa rica, dominica, haiti, kiribati , nauru palu... og svo framvegis ..

Þér tókst að toppa vitleysuna :)

Óskar Þorkelsson, 14.2.2009 kl. 18:43

25 Smámynd: Sigurjón

Kemur ekki enn einn heimskinginn fram á sjónarsviðið.. til hamingju Óskar.

Þú hefur haldið því fram hér að við séum eina þjóðin í heiminum með engan her, þrátt fyrir að þér hafi verið bent óvéfengjanlega á annað og hvað kemur annað en:  ,,Þið eruð háðfuglar og það sem ég sagði skiptir ekki máli".

Þú gerir þig að algjöru fífli hér á þessum vef Óskar, en það kemur mér satt að segja ekki á óvart.  Þér tókst að toppa sjálfan þig með þessu heimskulega kommenti...

Sigurjón, 15.2.2009 kl. 04:51

26 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já ég sé þetta núna sigurjón, auðvitað hefur rétt fyrir þér.. við eigum auðvitað að vera í hópi ríkja sem ekki hafa sjálfstæða útanríkisstefnu eða sjálfstæðan efnahag og eru algerlega háð einhverjum stórum aðila , USA , Ástralíu og svo framvegis.. takk fyrir að benda mér á heimskuna í mér.. auðvitað er ísland ekki sjálfstætt og alls ekki með sjálfstæðan efnahag og stjórnar ekki sínum efnhag lengur sjálft..

Við erum bananalýðveldi.. 

Óskar Þorkelsson, 15.2.2009 kl. 09:26

27 Smámynd: Sigurjón

Þú grefur þig bara dýpra...

Sigurjón, 15.2.2009 kl. 16:20

28 identicon

Mikið djöfull ertu heimskur óskar... Það er bara hlægilegt að lesa commentin þín, að fullorðinn maður sem er svo rosalega vitlaus sé að blogga er fágætt og gaman að sjá, stundum.

Geir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 19:16

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 264914

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband