Svolítið vanhugsuð ummæli Harðar breyta engu

Ef rétt er eftir Herði haft þá er hann heldur kaldur í skilaboðum sínum. Sú yfirsjón hans er hins vegar tittlingaskítur í samanburði við tilefni mótmælanna og þeirrar eyðileggingar íslensks efnahagslífs sem við erum varla byrjuð að súpa seyðið af.

Það má ekki gleyma því að mbl.is er með aldargamla órofa tengingu við íhaldið og fagnar því eflaust mjög að geta vegið að Herði með þessum hætti og aflað flokknum stuðnings með því að gera talsmann mótmælenda næstum því andstyggilegan með framsetningu fréttarinnar.

Stuðningsmenn íhaldsins nota öll tækifæri til að draga upp smáskít eins og eggjakast og smá róstur til að láta fólk halda að mótmælin séu af hinu illa og ekki réttlætanleg vegna ofbeldisverka. Það má svo sem reyna allt.

Ég hvet fólk til að halda áfram að mótmæla, gæta samt stillingar og vonandi tekst brátt að taka til í því spillingarbæli sem stjórnvöld hafa rekið s.l. bráðum 18 ár. 


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með þér Haukur, ummæli Harðar vekja engar kenndir hjá mér því þetta er bara satt sem hann segir. 

Óskar Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 18:27

2 Smámynd: halkatla

"Ef rétt er eftir Herði haft þá er hann heldur kaldur í skilaboðum sínum. Sú yfirsjón hans er hins vegar tittlingaskítur í samanburði við tilefni mótmælanna og þeirrar eyðileggingar íslensks efnahagslífs sem við erum varla byrjuð að súpa seyðið af."

Nákvæmlega.

halkatla, 23.1.2009 kl. 19:04

3 Smámynd: halkatla

En ég held að allt sem hafði áunnist undanfarnar vikur hafi tapast í dag eftir þessa tilkynningu Geirs, óháð því hvað Hörður sagði. Kallið mig svartsýna en ég hef þetta bara sterklega á tilfinningunni. Svo þegar ekkert breytist og volæðið vex þá munu margir sem illa eru settir taka sína ósanngjörnu líðan út á öðrum, í formi ofbeldis eða skemmdarverka sem beinast að ákveðnum persónum. Ég er viss um það.

halkatla, 23.1.2009 kl. 19:09

4 Smámynd: Kristján Logason

----
Wrong answer 101


Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.

Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.

Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.

Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.

Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.

------------


Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.

Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað

Þetta þarf að stöðva



Við erum þjóðin

Landið er okkar

Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:15

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband