Hvernig væri að nota álframleiðsluna sem hér er?

Í því efnahagsástandi sem nú ríkir er ekki vanþörf á að þessi þjóð spái í alla möguleika til alvöru verðmætasköpunnar. 

Ísland er einn af stærri álframleiðendum heims og líklega er álið svo nálægt okkur að við höfum ekki einu sinni vit á því að nota það. Á sínum tíma var reynd framleiðsla á álpönnum sem mér skilst að hafi á endanum gefist upp og verið flutt úr landi. Reyndin er samt sú að það þarf að stofna 10 fyrirtæki til að 1 til 2 komist í alvöru í gang.

Í stað þess að finna álframleiðslu allt til foráttu eigum við að hefja frumkvæði að því að framleiða úr áli meira en nokkru sinni fyrr. Við njótum þess að minnsta kosti að ekki þarf að kosta stórfé til að flytja það hingað eins er raunin með flestar aðrar vörur sem þarf til framleiðslu.

Hér koma nokkrar hugmyndir um hvað hugsanlega megi framleiða úr áli:

  • Tjaldvagnar og hjólhýsi.
  • Léttar bílakerrur, innkaupakerrur, hjólbörur o.fl.
  • Álprófílar til framleiðslu á t.d. hillum, útstillingarborðum og búðarborðum.
  • Teleskópísk álrör.
  • Loftnet fyrir sjónvarp og útvarp.
  • Þakplötur og veggklæðningar.
  • Ljósalampar, ljóskúplar og þess háttar.
  • Stigar og tröppur.
  • Geisladiskar (nota álþynnur).
  • Hljóðfæratöskur, hljóðfærakistur, myndavélakistur, tækjakistur af breytilegum stærðum.
  • Álpappír
  • Húsgagnagrindur, stólagrindur, rúmgrindur o.fl.
  • Áldósir og önnur ílát og pakkningar.
  • Gluggakarmar.
  • Vélarhlutir
  • Felgur
  • Tölvukassar þ.m.t. ferðatölvukassar
  • Raflínur fyrir dreifikerfi
  • Kælingar fyrir örgjörva og annan rafeindabúnað
  • Framleiðsla og þróun á endurhlaðanlegum rafhlöðum fyrir t.d. bíla.
Mér þætti ekki ónýtt ef lesendur bættu við fleiri hugmyndum.
mbl.is Getum ekki treyst á álið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Fínar hugmyndir - en veltur þetta ekki á því að álbræðslufyrirtækin fáist til að selja framleiðsluna innanlends í stað þess að flytja hana alla úr landi? Mér skilst að þar hafi hnífurinn staðið í kúnni.

Björgvin R. Leifsson, 12.12.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er bara hlutur sem þarf að ræða Björgvin. Takk fyrir innlitið.

Haukur Nikulásson, 12.12.2008 kl. 10:37

3 identicon

Það er ekki rétt að Ísland sé einn af stærri álframleiðendum heims, vegna þess að ekkert álver á íslandi er í eigu íslendinga. Tekjur Íslands af áliðnaði er aðeins í formi launa, gjalda og raforkusölu. Það eru útlend fyrirtæki sem eiga þessi álver og fá tekjurnar af sölunni á sjálfu álinu. Það er sjálfsagt hið besta mál að kanna hvort fullvinnsla á áli sé hagkvæm hér á landi. Sjálfur held ég að það komi best út að hafa allt á sama stað. það er: Hráefnisnámur, orku og markað. Hér á landi finnst aðeins einn af þessum þáttum. Það væri kannski nær að senda þessum útlendu álframleiðendum svona tillögur. Ég er búinn að eiga tvennar álpönnur og mitt álit á þeim er: Þær eru aðeins góðar meðan þær eru nýjar svo kannski fór sú framleiðsla burt vegna þess að framleiðslan seldist illa vegna þess að fáir kaupa lélega vöru nema að hún sé ódýr. Stálpönnurnar eru miklu betri og umhverfisvænni.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Húnbogi, við erum með stærri álframleiðendum hvort sem framleiðslan er í höndum útlendinga eða ekki. Miðað við höfðatölu í landinu erum við náttúrulega langstærstir. Þetta er samt aukaatriði. Hér er mikil álframleiðsla.

Ég er ekki að segja að eitt eða neitt af því sem ég nefni sé brilliant hugmynd. Við höfum bara ekki efni á því að gera ekki neitt í þessari stöðu. Þess vegna vil ég velta aftur upp hugmyndum sem hafa örugglega allar verið nefndar áður.

Haukur Nikulásson, 12.12.2008 kl. 11:58

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Dósir ekki, því kostnaður við flutning er of hár. Allt of mikið loft. Tölvukassar ekki, því það þyrfti allt að fara til Kína. Það sem gæti gengið er það sem hagkvæmt væri að flytja, eins og þakplötur. Einnig hlutir sem eru tiltölulega dýrir eins og álfelgur.

Villi Asgeirsson, 12.12.2008 kl. 12:33

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég keypti sjálfur tölvukassa frá Kína, flutningskostnaðurinn er ótrúlega hátt hlutfall af verðinu. Ég vil nota þá hér og selja í norður Evrópu. Dósirnar hugsaði ég til innanlandsnota. Allt þarf þetta bara að skoða og reikna svolítið. 

Haukur Nikulásson, 12.12.2008 kl. 13:17

7 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Tek fram að ég er alls ekki að gagnrýna hugmynd þína Haukur ;-)

Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að eitthvað af öllu þessu áli sé fullunnið hér á landi.

Björgvin R. Leifsson, 12.12.2008 kl. 13:18

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála síðasta. Sumt yrði hagkvæmt, annað ekki. Ef við gerum ekkert fáum við ekkert.

Villi Asgeirsson, 12.12.2008 kl. 13:22

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Björgvin, ég tók þessu ekki sem gagnrýni, og Villi, ég er bara ánægður með allar umræður í þessa veru.

Haukur Nikulásson, 12.12.2008 kl. 15:14

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 264937

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband