Stjórnmálaafl fyrir ESB andstæðinga

Það er ljóst að næstu kosningar munu snúast um aðild að ESB.

Eins og staðan er núna á Íslandi virðist meirihluti íslendinga haldinn stórkostlegri vanmáttarkennd vegna bankahrunsins sem er séríslenskt efnahagsvandamál. Einræðisseggurinn Davíð Oddsson ýtti þessu úr vör á meðan Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún héldu pönnukökupartý í New York til að freista þess að fá kosningu í öryggisráðið.

Það er ljóst fyrir löngu að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki standa undir nafni sínu mikið lengur. Hann er að láta undan Evrópusleikjum Samfylkingarinnar og það er því ljóst að það þarf stjórnmálaafl á Íslandi sem er tilbúið að verja fullveldi Íslands. Því miður eru Vinstri grænir ófærir um að vera þetta afl þrátt fyrir andstöðu við ESB, flokkurinn er ekki stjórntækur vegna almennrar andstöðu hans við næstum ÖLL framfaramál.

Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að minnimáttarkennd íslendinga er útbreitt vandamál. Svo mikið er vantraust á núverandi ráðamönnum að fjöldi fólks telur sig betur kominn með stjórn í Brussel heldur en í Reykjavík, þetta er óþolandi aumingjagangur! Maður verður hreinlega reiður að upplifa þennan aumingjaskap!

Íslendingar eiga að vera í samneyti við allar þjóðir á jafnéttisgrundvelli, fella niður tollmúra og sérhagsmunagirðingar og hætta þátttöku í því einelti sem felst í að tilheyra klíkubandalögum sem hafa það að markmiði að halda öðrum þjóðum frá réttlátum möguleikum til að bæta sín kjör. ESB er eineltisbandalag með engin sjáanleg göfug markmið á heimsvísu, bara Evrópuvísu. Þetta hlýtur hugsandi og vel meinandi fólki að vera alveg ljóst.

Jafnaðarmannaflokkur sem er gegn ESB aðild er það sem vantar nú. 


mbl.is Drög lögð að umsókn um ESB-aðild?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel maelt hja ter Haukur.

Svo sannarlega turfum vid nu slikan flokk, tad er Tjodarflokkurinn - Nyja Island !

Eg sting uppa tessu nafni a tennan flokk okkar ESB andstaedinga.

Framfarasinnad og tjodlegt stjornmalaafl sem ver fullveldi og sjalfstaedi tjodareinnar. Stjornmalaafl sem beitir ser jafnframt fyrir sydbot og nyrri sydvaedingu tjodlifsins.

Tessi flokkur getur nad mjog miklu fylgi ef vel er ad verki stadid. Alla vegna er malsstadurinn mjog godur og eg veit ad vid myndum eiga fullt erindi vid Islensku tjodina.

Eg er alveg buinn ad fa yfir mig nog ad hafa tetta landradahyski i Samfylkinguni vid stjorn landsins og tad med sjalfum yfirspillingar flokknum Sjalfstaedis flokknum, sem aetlar nu ad breyta ser i Osjalfstaedisflokkinn.

Tessi nyji flokkur okkar mun rista upp gamla stadnada flokkakerfid. Sjalfstaedisflokkurinn a eftir ad klofna baedi langsum og tversum og staerstu leyfarnar verda Torgerdur Katrin og co med enn einn raefils krata flokkinn, bara adeins med haegri slagsidu. Ultra haegra lidid sem ad mestu hefur radid ferdini og stofnar sertruarsofnud, sem aldrei verdur stor. Vid turfum ad taka a.m.k. meira en helming af tessu fylgi Sjalfstaedisflokksins og vid getum tad alveg.

Framsoknarflokkurinn er lika ad breyta ser i enn einn raefils krata flokkinn. Med Bjarna Hardarson f.v. tingmann Framsoknar med okkur i lidi ta tokum vid mikid fylgi fra teim.

Vid munum lika hoggva vel i radir Samfylkingarinnar. Tar er enn til skynsamt folk sem algjorlega bloskrar tessi ESB sleikjuskapur.

Margir i VG myndu lika  geta tekid undir tjodlega stefnu okkar flokks.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, það verður sorglegt ef eini flokkurinn sem er ekki með tunguna á kafi uppi í rassgatinu á ESB verður VG - þá er aldeilis kominn tími til að flytja til Norge.

Vona að sjallarnir gerist ekki svo aumir að eltast við ESB-stundarvinsældir. Þá verða þeir að skipta um nafn, lítið sjálfstæði í að vera undirlægja Brussel-búa.

Ingvar Valgeirsson, 17.11.2008 kl. 17:10

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 264920

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband