Stjórnendur lugu upp hlutabréfaverð Kaupþings

Í þessu máli eru stjórnendur og starfsmenn að velta svo stórkostlegum upphæðum að ég efast ekki um að þetta hafi sprengt upp verð hlutabréfa í Kaupþingi. Fólk var blekkt til að kaupa á verði sem var í algjöru rugli, ef ég man rétt, 800 krónur fyrir hverja krónu um tíma!

Fólk tók lán til að kaupa hlutabréf og situr margt uppi með gjaldþrot þess vegna.

Hvað sem öllum lögum viðvíkur þá er a.m.k. ljóst að sölumennska á hlutabréfum bankans var með öllu siðlaus. Hér var í gangi lygavefur sem þarf að rannsaka.

Ég er sannfærður um að niðurfelling skulda og ábyrgða er riftanleg m.t.t. gjaldþrotalaga. Stjórnendur og lykilstarfsmenn eru ekki lausir allra mála, svo mikið er víst. 

Viðbót: Varðandi Þorgerði Katrínu og umkvartanir um tortryggni

Venjulegt fólk stofnar ekki fyrirtæki um hlutabréfaeign sína. Fólk stofnar bara hlutafélag um hlutabréfaeign til að geta fleygt skuldum vegna kaupanna ef illa fer. Þetta þýðir að þú tekur enga áhættu með kaupunum í slíkum tilfellum.

Sala bankanna á áhættulausu hlutafé til lykilstarfsmanna er þannig siðlaus og Þorgerður Katrín veit betur en hún kærir sig um að viðurkenna að líklega hafa þau hjónakornin ekki í raun tapað neinu nema að nafninu til. Þau hafa líklega eins og aðrir skuldað megnið af þessum kaupum og geta því bara labbað frá þessu eins og þetta komi þeim ekki við.


mbl.is Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: H G

Haukur!  Ég leit á línuritið yfir gengi hlutabréfa í Kaupþingi.  Fyrir sléttu ári, í nóv. 2007, skaust það yfir 1000 smátíma!   Línurit um gengi hlutabréfa sést á vðskiptasíðu Mbl. í "síðustu tilboð" og er hægt að gá allt að 1 ári til baka.

Fnykurinn bara vex og vex!

H G, 5.11.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er örugglega rétt hjá þér H.G. mér fannst 800 bara alveg nóg í umræðuna.

Haukur Nikulásson, 5.11.2008 kl. 12:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 264929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband