Er tortryggni óeðlileg í ljósi þjóðargjaldþrots?

Stjórn er heiti þeirra sem hér ráða ríkjum í þessu landi. Ef hún lætur efnahag þjóðarinnar og peningamálastefnu reka stjórnlaust og eftirlitslaust í þjóðargjaldþrot er ennþá hægt að kalla það stjórn?

Stjórnin á að segja af sér. Hún er getulaus, rúin trausti og það er ekkert trúverðugt við "björgunaraðgerðir" hennar. Óheiðarleikinn í neyðarlögunum með tilheyrandi kennitöluflakki á eftir að verða þessar þjóð dýrkeyptari en ég kæri mig um að hugleiða of djúpt. Við þessar aðstæður er tortryggni bara það að nálgast örlítið óþægilega sannleikann varðandi hið séríslenska hrun bankanna og efnahagskerfisins.

Þorgerður Katrín er þátttakandi í þessu sinnuleysi og á þess vegna líka að taka ábyrgð og hætta. Hún er ein af meginstoðunum undir Davíð og Geir og á þess vegna sinn þátt í að verja þessa kalla verðskulduðu falli af stalli sínum. Það er andskotalegt að atast í Sollu í veikindum hennar, en hún á samt líka að hverfa ásamt næstum öllum Samfylkingarráðherrunum. Sjálfumgleði þeirra flestra og bruðl með fjármuni er ekki skoðunarhæft sbr. rekstur varnar- og utanríkismála, ferðagleði, framboð til öryggisráðsins og fleira sem er bara huglægt bull og leikaraskapur með almannafé.

Stjórn sem stjórnar ekki er ekki bara þarflaus, hún er hreinræktaður þjóðarskaðvaldur. 


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undarlegt að heyra ráðherra segja að það sé ólíðandi að líða fyrir tortryggni. En það er einmitt það sem þessi þjóð er apð upplifa nú í heiminum. Réttara væri fyrir hana að segja að það sé ólíðandi að hún og fjölskylda hennar séu sett á sama bekk og íslendingar!

Bjarni Hákonarson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 13:52

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er allt hverju orði sannara sem þú segir hér. Ég tek undir það allt saman en langar til að undirstrika það að mér finnst með ólíkindum að láta það út úr sér „að það sé óþolandi að líða fyrir tortryggni“!

Hvað meinar konan eiginlega?! Er hún að skamma þjóðina fyrir eðlilega gagnrýni á það sem blasir við. „Björgunaraðgerðir“ ríkisstjórninar eru bara alls ekki hafnar yfir gagnrýni og miðað við þær fréttir sem berast af því sem viðgengst á „standstaðnum“ þá mætti í raun kalla það algjört andvaraleysi ef þær vektu ekki tortryggni!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:31

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 264929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband