Ráðalausir, hugmyndalausir og vonlausir

Mér finnst eins og að fundahöld helgarinnar endurspegli ofangreinda fyrirsögn. Það er nefnilega að verða morgunljóst að enginn hefur hugmynd um það hvernig á að bregðast við svona ástandi.

Það hljóp styggð í fuglagerið og það veit enginn í hvaða átt hópurinn flýgur og því siður hvar og hvenær hann sest aftur. Hagfræði er þess vegna í svona ástandi bara ágiskunarvísindi eins og svo mörg önnur fræði.

Þokukennd yfirlýsing um að ná samkomulagi um HUGMYNDIR um hvernig bankarnir gætu unnið saman að því að tryggja stöðugleika í fjármálalífinu í samvinnu við ríkisstjórn og Seðlabanka hlýtur að segja okkur allt um algert ráðleysi. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið setið lengur við að búa til loðna orðalagið í feitletruðu setningunni en að velta upp einhverjum raunverulegum góðum ráðum. 

Milljarðar sem hafa verið settir í alls kyns bruðl og tímaskekkjur væru betur komnar í varasjóðum núna. Það er orðið tímabært að færa þetta samfélag til nútímans og fleygja út óþarfa huglægu rugli sem þjóðin getur verið án. 


mbl.is Sameiginleg aðkoma að Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband