Tregða við að útrýma kjarnorkuvopnum verður mannkyninu dýrkeypt

Við sjáum af öllum viðbrögðum þjóðarleiðtoga að þeir eru yfirleitt með stuttan spotta. Marga þeirra beinlínis langar í átök til að viðra hertól og tæki. Þeir sem hafa völd hafa líka þá sérstöku og skiljanlegu náttúru að vilja sýna vald sitt.

Stórveldi eru sérstakt vandamál. Þrjú ríki geta í dag komið af stað heimsstyrjöld. Evrópusambandið gerir allt sem það getur til að verða fjórða aflið í heiminum.

Þrátt fyrir að margir trúi á mátt og megin stórra stjórneininga er gallinn sá að þeim er oft stjórnað af gölluðum toppum sbr. George W. Bush.

Þessi galli er einmitt sýnilegur í þeirri staðreynd að allt of mörg ríki eiga allt of mikið af kjarnavopnum og hefur mistekist að eyða þeim þrátt fyrir þá augljósu staðreynd að enginn geti hagnast af notkun þeirra. Heimurinn á heimtingu að samfélagið, sem aldrei hefur verið upplýstara, losi sig við þessa ógn.

Kjarnavopnum verður bara beitt í fullkomnu dómgreindarleysi og hvers vegna er þá verið að viðhalda þeim?


mbl.is Samband við Rússa endurskoðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þau koma í veg fyrir að leiðtogar heimsins sjái sér hag í því að starta nýrri heimsstyrjöld.

Héðinn Björnsson, 25.8.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Tek undir með Héðni, það hefði amk ein stórstyrjöld verið háð (Stalín hefði sett það af stað 1949 - 1951), ef ekki hefði verið fyrir kjarnavopn. Guði sé lof.

Júlíus Sigurþórsson, 25.8.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Héðinn og Júlíus, þið megið að sjálfsögðu halda þessu fram. Í þessu máli verður ekkert sannað eða afsannað.

Þið trúið því bara að þetta haldi friðinn á meðan ég trúi því að þau verði notuð fyrir vitleysissakir fyrr en síðar eingöngu vegna þess að þau eru til. Styrjaldirnar verða háðar með hverjum þeim vopnum sem bjóðast þegar menn taka ófriðarköstin sín og skiptir þá engu hvort bomburnar eru stórar eða smáar. Ef ætlunin er að drepa er gripið til þeirra verkfæra sem til eru, svo einfalt tel ég það vera.

Haukur Nikulásson, 25.8.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

... og Júlíus: Auðvitað þökkum við Guði fyrir kjarnavopnin!

Haukur Nikulásson, 25.8.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég held að árásirnar á Japani ´45 hafi haft gríðarlegan fælingarmátt. Einhvernvegin held ég að styrjaldir hefðu verið stærri og mannfall meira á seinni hluta síðustu aldar ef kjarnavopn hefðu ekki verið til beggja megin járntjaldsins. En eins og þú segir, það verður ekkert sannað eða afsannað - þó hafa einhverjir gamlir rússneskir generálar haldið þessu fram. Mögulega var það þó kryddað verulega eða sett fram í ölæði, hver veit. Þeir sögðu reyndar líka einhverjir austantjalds að nokkrum sinnum hefði átt að ráðast á Ísland og hertaka - hver veit?

Ingvar Valgeirsson, 25.8.2008 kl. 22:10

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er nokkuð (mjög) viss um að kjarnavopn hafi verið geymd á Keflavíkurflugvelli þegar ég starfaði þar 1976-1982. Ég var reyndar bara skrifstofumaður þar og gegndi þar starfi millistjórnanda í almennu bókhaldi sjóhersins. Mér fannst athyglisvert að sjá fært í bókhaldið kaup á spjöldum sem báru áletrunina: Warning - Nuclear Reactor. Til hvers að útvega svona spjöld ef engir kjarnaklúfar væru á staðnum?

Mér finnst þess vegna jafn líklegt að bandaríkjastjórn hafi logið að islenskum stjórnvöldum þegar því var lofað að kjarnavopn yrðu ekki geymd á vellinum. Það er því heldur ekki ósennilegt að rússar hafi vitað þetta líka. Hjá þeim var það örugglega sjálfgefið að telja að allar herstöðvar bandaríkjamanna hefðu kjarnavopn á staðnum.

Á þessum tíma var tortryggni og viðbúnaður kalda stríðsins í hámarki. Á þessum tíma var óttinn líka mjög raunverulegur.

Haukur Nikulásson, 25.8.2008 kl. 22:37

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég þarf varla að taka fram að ég tel að Ísland hafi verið raunverulegt skotmark rússa, eins og Ingvar reyndar gefur í skyn með annars konar sögusögnum af misdrukknum rauðahersgenerálum.

Haukur Nikulásson, 25.8.2008 kl. 22:52

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hjá þeim var það örugglega sjálfgefið að telja að allar herstöðvar bandaríkjamanna hefðu kjarnavopn á staðnum.

Það var líka stefna Bandaríkjamanna að gefa ekki upp hvaða herstöðvar hefðu kjarnavopn.. þetta var gert í þeim tilgangi að hafa skotmörkin svo mörg að þeir mundu sleppa með eina og eina herstöð... fat chance..

en já það er pottþétt að KEF hafði kjarnavopn, og þá sérstaklega kjarnavopn sem ætluð voru til að granda kafbátum. 

Óskar Þorkelsson, 25.8.2008 kl. 22:58

9 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Við getum þakkað fyrir kjarnavopnin á meðan þau eru ekki notuð. En heldur þú ekki að Sovétríkin og NATO hefðu ekki farið í stríð ef engin hefðu verið kjarnavopnin? Ég er nokkuð viss um að þau héldu aftur að mönnum á þeim árum. Þeir vissu nefnilega að ef þeir tækjust á og hallaði á annan hvorn, þá myndi viðkomandi beita kjarnavopnum.

Hvað varðar kjarnavopn á Kefl. og á Íslandi, þá er ég viss um að einhvertímann hafa slík vopn verið hér. Millilent í flutningi til Bretlands, en amk um borð í kafbátum sem skriðu meðfram ströndinni beggja vegna landsins. En hávaði frá brimi hjálpar kafbátum við að laumast framhjá hlustunarkerfum.

En Sovétmenn voru mjög tortryggnir gagnvart Bandaríkjamönnum. Og það er öruggt það sem Óskar sagði um skoðanir þeirra.

Gott dæmi er 1972, þegar bann við notkun sýkla- og eiturefnavopna tók gildi. Þá var meiningin að taka þau úr vopnabúri Bandaríkjamanna. Enda eru þetta ódýrustu vopnin m.v. skaðsemi og því auðvelt að valda miklu tjóni fyrir lítinn pening með þeim. En Sovétmenn voru sannfærðir um að þetta væri blekking hjá Kananum og því settur þeir rosa kraft í framleiðslu á efnavopnum, auk þess sem þeir smíðuðu risa verksmiður til að framleiða sýklavopn. Og gerðu allskonar  tilraunir með sýkla til að gera þá hættulegri. Og þeir eru enn þann dag í dag að vandræðast með að eyða þessu öllu. Mörg hundruð þúsund tonn af taugagasi og fleiri óþverra sem þeir eru að eyða. 

Júlíus Sigurþórsson, 26.8.2008 kl. 00:02

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 264937

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband