Aukin leiðindi í kjölfar bloggs

Ég hef orðið var við aukin leiðindi af hendi opinberra aðila í kjölfar þess að hefja svolítil afskipti af pólitík með tilheyrandi bloggi.

Það getur verið erfitt að greina á milli hvað telst eðlilegt magn afskipta og leiðinda og hvað teljast hreinar ofsóknir.

Sumt fólk, mér nákomið, telur að umræða mín um spillingu stjórnmálamanna og stjórnvalda komi í hausinn á mér. Meðfædd þvermóðska, réttlætiskennd og jafnaðarmennska veldur því að ég tel það skyldu mína að fjalla um það sem betur má fara í þjóðfélaginu, einhverjir verði að þora til að kalla á breytingar til hins betra. Við þurfum síðan stuðning og hvatningu við góðan málstað til að halda því áfram.


mbl.is Æ fleiri bloggarar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll kæri frændi,

Nei og aftur nei, þú mátt alls ekki láta undan.

Þó ég sé þér nánast aldrei sammála og tel þessi skrif þín ekkert nema röfl,

þá er mjög gott að fá aðra hlið á málum.

Svo ertu bara svo skemmtilegur nöldrari :)

Bestu kveðjur

Nonni frændi

Nonni (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Með svona hvatningu þarf maður engar úrtölur. 

Þú átt að taka meira mark á eldri og reyndari frænda þínum, kúturinn minn. Þú veist að ég veit flest allt betur en aðrir menn og er sjaldan eða aldrei fúll á móti... bara á ská!

Haukur Nikulásson, 18.6.2008 kl. 17:25

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264931

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband