Einkavæðum ríkið - Fáum Björgólf Thor sem nýjan kóng!

Mér sýnist að atburðir undanfarinna daga veki mann til umhugsunar um að verið sé að einkavæða borgina með aðförinni að Orkuveitu Reykjavíkur. Það virðist blasa við að kjörnir fulltrúar okkar í borgarstjórn séu svo einfaldir að þeir séu auðplataðir upp úr skónum svo milt sé til orða tekið. Þetta þýðir að þær auðlindir sem eru nú á hendi samfélagsins þ.e. ríki og sveitarfélaga eru smám saman að detta í hendur þeirra græðgispunga sem telja sig geta rekið allt betur en stjórnmálamenn.

Með hliðsjón af því að einkavæðing eigi alltaf að þýða aukinn gróða þá liggur í augum uppi að leggja verður niður stjórnsýslustigið sem nú kallast sveitastjórn í sparnaðarskyni og þá verður borgin og öll sveitarfélögin færð undir eina ríkisstjórn sem stjórnað verður af þeim kóngi sem á hæsta tilboðið í ríkið.

Ef við einkavæðum íslenska ríkið má búast við að sá ríkasti sem við eigum, Björgólfur Thor, bjóði hæst í þetta og verði þar með sjálfskipaður kóngur yfir Íslandi. Björgólfur hlýtur að sjá kosti þess að geta ráðið hér ríkjum og sett þau lög um algjöra einokun allra þátta í þessu samfélagi eins og honum sýnist. Það hlýtur að vera sparnaður í því að leggja niður samfélags- og eftirlitsstofnanir sem núna þvælast bara fyrir alvöru viðskiptajöfrum.

Þeir sem eru fylgjandi einkavæðingu nokkurn veginn allrar starfsemi ríkins hljóta að sjá að hér er mjög gott mál á ferðinni.

Hugsið ykkur hvað það yrði yndislegt að búa í þjóðfélagi sem væri alveg laust við allt pólitískt þras?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Öllu gríni fylgir alltaf eitthver alvara/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 18.10.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hélt að þetta væri orðið svona...

Óskar Þorkelsson, 18.10.2007 kl. 17:24

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 264910

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband