Þetta þóttust allir vita nema Halldór og Davíð... eða vissu þeir líka?

Hvað svo sem hver segir þá erum við ennþá stuðningsmenn stríðsins í Írak. Þar hefur ekkert breyst.

Það er fullt af einföldu fólki sem heldur í alvöru að það hafi verið nauðsynlegt að ráðast inn í Írak til að uppræta gereyðingarvopn, tengsl við Al-Qaeda og koma morðóðum einræðisherra frá völdum. Ekkert af þessu voru nema blekkingar til að komast yfir olíuna á þessum slóðum.

Engin fundust gereyðingarvopnin. Engar sannanir um tengsl Íraks og Al-Qaeda og þegar á reynir er Bush margfalt verri en Saddam Hussein, er a.m.k. ábyrgur fyrir fleiri drápum. Þetta finnst sumum bara allt í lagi í nafni "stríðs gegn hryðjuverkum".

Ingibjörg Sólrún hélt því fram um daginn að hún "sæi ekki betur en að við værum horfin af lista hinna viljugu þjóða". Ég spyr: Er þessi kona í alvöru með öllum mjalla? Inn í hvaða heim er hún horfin? Við förum ekki af neinum stuðningslista Íraksstríðsins nema með því að lýsa yfir andstöðu við þetta stríð með beinum, formlegum og það afgerandi hætti að heimurinn viti af því.

Listi hinna viljugu þjóða finnst ennþá ódulinn á vef Hvíta hússins og við erum þar áfram eitt lítið peð í réttlætingu Bandaríkjastjórnar til að stela olíu í Írak. Ég er sannfærður um að Bush mun reyna að ljúga Bandaríkjaher inn í Íran líka, það mál er í fullum gangi.

Hvers vegna eru íslendingar að styðja þessi óhæfuverk? 


mbl.is Greenspan: Íraksstríðið snýst aðallega um olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú hefur þú í barnaskap búið til jarðveg fyrir stórt menningarslys Haukur.

Næstu vikurnar getum við átt von á því hér á blogginu að hver stórriddararinn frá Sjálfstæðisflokknum öðrum mikilúðlegri taki til máls knúinn innblásinni réttlætiskennd:

ÞESSI ÁKVÖRÐUN VAR RÉTT MIÐAÐ VIÐ ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM LÁGU FYRIR ÞEGAR HÚN VAR TEKIN! 

Árni Gunnarsson, 16.9.2007 kl. 10:13

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er nú ekki sammála þér Árni frændi. Ég þykist vita að skynsanari menn hafi áttað sig vel á hversu kindarlegir þeir voru þegar þeir höfðu eftir (jörmuðu) þennan hallærislega frasa í einum kór eins og guðslömb. Þeir munu hafa vit á að þegja. Valgerður gerði mistök með því að gagnrýna Ingibjörgu og gefa sýndaraðgerð hennar þannig vigt.

Sigurður Þórðarson, 16.9.2007 kl. 10:33

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er nú ekki sammála þér Árni frændi. Ég þykist vita að skynsanari menn hafi áttað sig vel á hversu kindarlegir þeir voru þegar þeir höfðu eftir (jörmuðu) þennan hallærislega frasa í einum kór eins og guðslömb.  Þeir munu hafa vit á að þegja. Valgerður gerði mistök með því að gagnrýna Ingibjörgu og gefa sýndaraðgerð hennar þannig vigt.

Sigurður Þórðarson, 16.9.2007 kl. 10:34

4 identicon

Sameinuðu þjóðirnar, FrakKar, Þjóðverjar ofl. neituðu að styðja þessa ólöglegu innrás.  Það hefði verið kanamellunum  Davíð og Halldóri í lófa lagt að afla sér upplýsingar þaðan um það að þetta snérist ekki um Alkæta, ekki um gjöreyðingarvopn heldur um olíu.  Innrásin hefur hins vegar reynst olía á síbrennandi eld Alkæta.

Sigmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 13:39

5 Smámynd: Sigurjón

Ég er Sjálfstæðismaður, en ég get með engu móti stutt þetta stríð, eða önnur í nafni ,,stríðs gegn hryðjuverkum".  Hvað halda Bandaríkjamenn eiginlega að þeir séu, leikandi sér í þessum alheimslögguleik?

Sigurjón, 16.9.2007 kl. 13:42

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 264989

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband