Tími geðleysisstjórnmálanna runninn upp?

Við höfum öll heyrt talað um "samræðustjórnmál" Ingibjargar Sólrúnar og "framkvæmdastjórnmál" Björns Inga og nú fáið þið "geðleysisstjórnmál" Hauks Nikulássonar.

Mér finnst stjórn landsins vera dottinn í þetta geðleysi. Geðleysi er það þegar fólk ætti að finna fyrir tilfinningum þegar eitthvað bjátar á en finnur ekkert. Geðleysi er að vita af vandamálum en bregðast ekki við þeim. Geðleysið er þar með svipað og doði.

Einkenni þessara geðleysisstjórnmála er að gera ekkert þegar alvarleg vandamál ber að höndum. Íraksstríðið er dæmi um alvarlegt geðleysi. Þarna hafa líklega hundruð þúsunda dáið í tilgangslausri styrjöld og geðleysi íslenskra stjórnvalda er algert. Þessi stjórn beitir sér í engu til að koma hlutunum til betri vegar og berum við þó þá sök að hafa stutt þetta ólánsstríð á alþjóðavettvangi. Aðeins vegna aðildar okkar að þessu stríði er eina öryggisógnunin sem við þurfum að búa við: Hugsanleg hefnd þeirra sem telja sig eiga harma að hefna.

Fiskveiðistjórnunarkerfið okkar er búið að vera ónýtt í mörg ár. Ástæðan virðist nú blasa við þannig að fiskistofnar hafa verið ofmetnir og kannski stærstu mistökin sú að taka trúaanlegar veiðitölur sem hafa verið lognar niður stórkostlega vegna löndunar framhjá vigt og brottkasti.

Það er geðleysi þegar sífellt er haldið áfram að ausa skattpeningum í vitleysu af þeirri einu ástæðu að það hafi alltaf verið gert. Það virðist ekki nokkur stjórnmálamaður hafa það að markmiði að endurskoða beri tímaskekkjurnar. Þær eru milljarðasóun í öllu samfélaginu: Dekur í trúmálum, utanríkismálum, varnarmálum, fjölmiðlamálum, landbúnaðarmálum, jarðgangnagerð, lista- og menningarsnobb og ótal margt sem má bara fara að missa sín úr hinum sameiginlega skattpotti samfélagsins. Með þessu er hægt að lækka skatta stórkostlega og þá getur fólk sjálft ákveðið hvað það vill styrkja af þeim greinum sem eru engin þjóðarnauðsyn heldur áhugamál sem ríkið eigi ekkert með að styrkja. Fordæmisgildi styrkja til áhugamála hafa nefnilega engin takmörk og þess vegna hægt að krefja ríkið um fjármuni í hvaða vitleysu sem er. Hvað er göfugra að styrkja t.d. skákiðkun fremur en til dæmis lúdóiðkun? Af hverju getur fólk ekki sjálft kostað áhugamálin sín?

Stjórnmálamenn nútímans eru svo hræddir við að styggja einhverja kjósendur að þeir eru orðnir geð- og skoðanalausir í starfi sínu. Þar með eru þeir orðnir gagnslausir og til hvers eru þeir þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sjaldan, en samt stundum, er ég fullkomlega sammála þér. Að sjálfsögðu á fólk að kosta áhugamál sín sjalft - t.d. íþróttir, en það á að vera forgangsverkefni að leggja niður með öllu opinbera styrki til þeirra, en styrkir þeir nema fáránlegum upphæðum sem væri betur varið til að efla löggæslu, menntakerfið og heilsugæslu.

Ingvar Valgeirsson, 8.7.2007 kl. 15:06

2 Smámynd: Sigurjón

Einskis.

Sigurjón, 8.7.2007 kl. 20:24

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ég er í grundvallaratriðum sammála þér.  Á hinn bóginn er það mín sýn á t.d. styrki til íþróttaiðkunar að þar sé verið að hvetja til hreyfingar fólks í því skyni að draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið síðar meir.  Þetta er því fjárfesting í forvörnum en ekki hugsað sem kostnaður/styrkur. 

Síðan er þetta alltaf spurning um hvað á að styrkja og hvað ekki.  Það verður aldrei rétt eða rangt svar við því.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 9.7.2007 kl. 17:59

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég hef ekki séð mikinn sparnað í heilbrigðiskerfinu vegna íþróttaiðkunar, þar sem flestir þeir keppnisíþróttamenn sem ég þekki hafa þurft að dveljast á sjúkrastofnunum vegna beinbrota, tognunar, meiðsla í hnjám, baki og upp og niður um allan skrokk.

Ingvar Valgeirsson, 9.7.2007 kl. 21:12

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hæfa þessi stjórnmál ekki bara fullkomlega geðlausa Íslendingnum sem lætur allt yfir sig ganga og veltir eingöngu fyrir sér stöðu sinni í neyslusamfélaginu?

Ríkisstjórnin luðrist áfram og býður Prósak handa atvinnulausri landsbyggðinni sem sértækri aðgerð.

Ævar Rafn Kjartansson, 12.7.2007 kl. 11:52

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 264937

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband