Líklega snautlegasti formennskuferill Íslandssögunnar

Ég finn til með Jóni Sigurðssyni á þessari stundu. Þetta er einhver aumlegasti ferill sem nokkur maður hefur fengið á formannsstóli í grónum stjórnmálaflokki. En Jón er ekki beinlínis orsökin að vandamálum flokksins heldur Halldór Ásgrímsson.

Jón er settur með valdi í embætti í óþökk allra sitjandi þingmanna og annarra forystumanna sem þannig eru niðurlægðir opinberlega og sýnt algert vantraust. Hvernig gat nokkur búist við öðru en að Framsóknarflokkurinn tæki ekki alvarlega dýfu við svona niðurlægingu af hendi fyrrverandi formanns flokksins?


mbl.is Jón Sigurðsson segir af sér formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Alveg hárrétt hjá þér Haukur.  Halldór skildi við flokkinn sinn í rjúkandi rúst og það skipti litlu máli hver varð formaður eftir það.

Sigurjón, 23.5.2007 kl. 14:26

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, Jón tók við flokki sem leit út eins og London 1940. Flokkurinn lítur síst verr út núna ári síðar. Því ekki að leyfa karlinum að spreyta sig næstu fjögur árin og sjá hvað gerist. Er nokkuð víst að það klikki?

Ég held að Jón sé alveg helv... klár kall og eigi í sjálfu sér fullt erindi í stjórnmál. Var bara í vitlausum (í fleiri en einum skilningi) flokki.

Ingvar Valgeirsson, 24.5.2007 kl. 12:00

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 264939

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband