Ætla jafnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins að kjósa Guðlaug Þór?

Guðlaugur Þór Þórðarson er í mínum huga ímynd græðginnar í Sjálfstæðisflokknum.

Þetta er myndarlegur maður með skelegga framkomu og virðist höfða til margra vegna röggsemi í háttum. En þetta er allt saman bara framhliðin.

Guðlaugi munaði ekkert um að vera BÆÐI og þingmaður og borgarfulltrúi samtímis og þáði að sjálfsögðu FULL LAUN fyrir BÆÐI störfin. Hann setti 15-20 milljóna króna virði í auglýsingar til að tryggja prófkjör sitt fyrir alþingskosningarnar og það er ekki trúverðugt annað en að hann þurfi með einhverju móti að endurgjalda þennan kostnað. Ennþá tekst honum að maka vel krókinn með því að vera bæði þingmaður og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur á góðum launum. Er Sjálfstæðisflokkurinn í slíku mannahallæri að ekki sé hægt að koma þessum verkum á fleiri hendur? Hvenær á Guðlaugur, sem auk þess er formaður ungmennafélagsins Fjölnis, að hafa tíma til að sinna fjölskyldunni sem hann talar svo mikið um? Það er falskur tónn í þessu öllu.

Nú gefst jafnaðarmönnum Sjálfstæðisflokksins kostur á að sína í verki hug sinni til manna eins og Guðlaugs Þórs sem reyna að láta fólk halda að þeir séu ofurmenni, þegar þeir eru í raun bara sjálfselskir eiginhagsmunaseggir  ... og kjósa einhvern annan flokk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er alveg magnað...kannski þetta hafi eitthvað með nafnið hans að gera..Guð laugur..maðurinn er almáttugur. Það er augljóst..og ef hann getur allt á hann að fá alla peningana fyrir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 09:24

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 264975

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband