Er þráhyggja Egils Helgasonar að verða alvarlegt vandamál?

Egill Helgason hefur notið velgengni með þátt sinn Silfur Egils. Tel ég reyndar að velgengni þáttarins sé fremur að þakka gestum hans fremur en gestgjafanum. Fundarstjórn hans með fleiri en einn þáttakanda er nefnilega stórlega ábótavant og endar oftar en ekki í gargi líkt og í fuglabjargi.

Undanfarið hefur borið á því að Egill sé haldinn einhvers konar þráhyggju á ýmsum sviðum. Nýlegt dæmi að hann trúir því í einlægni að verið sé að rógbera og ofsækja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hefur hann fjallað um það á vefsíðu sinni á Vísi og gert t.a.m. þau mistök í umfjöllun að saka menn um delluskrif í nafnlausum rógburði og benti í því sambandi á bloggsíðu Sveins Hjartar sem dæmi um slíkt. Við nánari skoðun er Sveinn Hjörtur hvorki nafnlaus né var ekkert þar sem hægt var að kalla róg um Sollu. Þegar ég benti honum á þetta í athugasemd felldi hann hana bara niður og lét standa eftir þær athugasemdir sem honum þóknaðist. Hér er þessi pistill Egils um ofsóknirnar:

"Og svo er það skítkastið. Allur óhróðurinn sem er settur fram um stjórnmálamenn og opinberar persónur. Hér höfum við dæmi um þetta í hinni linnulausu ofsóknarherferð gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er stunduð á vefnum - einatt undir nafnleysi. Þess utan er bara hrein vitleysa - eða hvað á maður að segja um svonalagað?"

Í nýjasta þætti sínum opinberaði hann þráhyggjuna enn betur því hann hafði greinilega meiri áhyggjur af "meintum rógburði" heldur en fórnarlambið sjálft, sem var viðmælandi hans, og er þá mikið sagt. 

Nýjasta þráhyggja Egils er að halda því fram með dylgjum að Vilhjálmur prins sé hommi. Delluskrif Egils um þetta eru svona:

"Ég hef lengi haldið því fram að Vihjálmur bretaprins verði fyrsti gay kóngur á Englandi. Ég varð pínu tvístígandi meðan á sambandi hans við Kate Middleton stóð, en nú hefur hann slitið því. Þetta væri mjög í anda móður hans - sem var undir lokin orðin einhvers konar verndardýrlingur samkyhneigðra. Þegar Vilhjálmur kemur úr skápnum verður mikill fögnuður og vonandi gengur hann að eiga einhvern fallegan prins.

Tek samt fram að ég hef ekki hugmynd um hver kynhneigð Vilhjálms er, gæti reyndar ekki staðið meira á sama, en þetta er bara svo falleg hugmynd."

Ég gerði athugasemd við þessi skrif og spurði hvað hann hefði fyrir sér í því að Vilhjálmur væri hommi, auk þess sem ég hótaði honum að gera mál úr því ef hann felldi athugasemd mína niður. Hann felldi hana niður og því er við það staðið nú. Egill er greinilega einn þeirra sem bara espast upp við svona athugasemdir því að í morgun skrifar hann áfram svipaða dellu um Vilhjálm, étandi upp eftir rætnari hluta breskra fjölmiðla:

"Þangað til fyrir nokkrum dögum átti pressan ekki orð yfir það hversu Vilhjálmur prins og Kate Middleton væru frábært par. Hræsnin ríður ekki við einteyming í blöðunum í þessu landi.

Nú eru þau hætt saman og þá kveður við annan tón. Í Evening Standard í gær mátti lesa allt um móður Kate Middleton. Hún var reyndar kölluð Meddleton í greininni - sem útlegst Frú Afskiptasöm. Þessari konu voru ekki vandaðar kveðjurnar. Var því jafnvel haldið fram að hún hefði frá því Kata var ung stúlka plottað að koma henni saman við prinsinn. Blöðin hafa líka skýrt frá því að móðirin sé fyrrverandi flugfreyja (þykir ekki fínt) og að hún hafi verið það sem þau kalla gum chewing. Hún tuggði semsagt tyggjó í tíma og ótíma.

Svo var klykkt út með að eftir tuttugu ár myndi Kata verða eins og mamma sín. Því var jafnvel haldið fram að prinsinn hefði séð þá þróun fyrir og þess vegna sagt stúlkunni upp.

Prinsinn fékk að finna til tevatnsins á öðrum stað í blaðinu. Þar var sagt að hann væri að verða nákvæmlega eins og pabbi sinn. Það þykir ekki gott. Framan af ævi sinni var hann eins og mamma sín, sætur og smágerður. Nú fer hann samkvæmt blaðinu að líta út eins og aðrir í föðurfjölskyldunni - hárið þynnist og andlitsdrættirnir minna æ meira á hross."

Nú kann einhver að spyrja: Af hverju ertu að birta þessa pistla Egils, er ekki nóg að benda á þá? Svarið því miður er nei. Egill er nefnilega stöðugt að breyta bæði skrifum og fella niður athugasemdir og þess vegna er ekkert trúverðugt við frágang hans á þessum málum.

Miðað við þessa reynslu sýnist mér einsýnt að tími Egils með þáttinn taki enda fyrr en síðar. Hann er dottinn á kaf í sams konar málflutning og Ingvi Hrafn Jónsson, sem er algerlega svart-hvítur á menn og málefni. Slíkur málflutningur er þráhyggjudæmi sem enginn þolir til lengdar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Þú segir nokkuð!

Ég hef fengið ótal marga pósta frá þeim sem eru mér sammála. ISG fór fram á röngum forsendum til SF. Það er staðreynd og best að hún viðurkenni það!

Svo ég vitni í eina konu sem ég hitt og hafði frétt af athugasemd minni og að Egill hafi verið ósáttur;

"Að maður skuli hafa látið plata sig svona í R-lista málinu á sínum tíma. Ganga í heilu hverfin með blöð, baka fyrir þetta lið, og hjálpa til langt fram á kvöld. Svo bara fór hún sem borgarstjóri og fór í slag við Davíð um forsætisráðherrastólinn!...Mikið var saklaus að trúa þessu upp á ISG."

Já svo mörg voru þau orð úr Breiðholtinu, konu sem er 56 ára og studdi ISG mikið!

Sveinn Hjörtur , 18.4.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sæll Sveinn Hjörtur,

Egill er orðinn hluti af fjórða valdinu og veit orðið allt of vel af því. Hann rekur eina pólitíska þáttinn í sjónvarpi og er því næsta öruggur um að ef menn þýðast hann ekki þá getur hann útilokað menn frá honum. Mig gildir einu um það hvort svo sé, hann hræðir ekki burtu að maður segi meiningu sína, jafnvel þótt hann sjálfur eigi hlut að máli. Hann er bara orðinn svo hlutdrægur að maður getur ekki lengur orða bundist. Ég tók eftir því að í upptalningu á fimm liðum á vefhluta hans á Vísi var Solla umfjöllunarefni á þremur þeirra, það er kannski bara tilviljun?

Hvað svo sem öllu líður þá tel ég almenningi hollt að vita að hann ritskoðar og fellir niður athugasemdir og falsar þar með álit almennings. Hann mótar umfjöllun um stjórnmál fremur en að spegla hana hlutlaust.

Haukur Nikulásson, 18.4.2007 kl. 08:09

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband