Sofnaði Gunnar vegna valdþreytu?

Gunnar Birgisson er maður framkvæmdanna og vinsæll meða fjölmargra (aðallega í Kópavogi) sem telja hann vera ímynd hins duglega framkvæmdamanns sem lætur verkin tala og nennir ekki hlusta á neitt kvak um einhver skítleg smáatriði.

Gunnar er lengi búinn að sitja við völd og virðist vera orðinn svo valdþreyttur að hann nennir ekki  lengur að fylgjast með því að hans gjörðir eða annarra þoli einhverja gagnrýna skoðun. Hann nennir ekki að fylgjast með einhverju leyfadóti frá Reykjavíkurborg áður en hann heimilar sínum mönnum að róta að vild. Gunnar er nefnilega löngu búinn að komast að þvi að moldviðri af þessu gengur yfir á nokkrum dögum og svo fellur allt í sama farið.

Í öllu því byggingarfári sem nú er í gangi þarf ekki að koma neinum á óvart að það er mikil eftirspurn eftir þroskuðum trjágróðri. Menn sem eru að byggja með látum nenna nefnilega ekki að bíða eftir því að horfa litlar trjáhríslur vaxa í garðinum sínum. Margir eiga nefnilega nóga peninga til að kaupa stærri tré. En þau fást ekki svo glatt og því sérlega vel til fundið að "breikka" aðeins skurðina í landi Reykjavíkur og fjarlægja örlítið fleiri tré. Hver átti að taka svo sem eftir því?

Það þarf enga snillinga til að bera saman framkvæmdirnar saman við umhverfið og slá mati á það hversu mikill trjágróður hefur hugsanlega verið fjarlægður. Mér finnst ekki líklegt að Skógræktarfélag Reykjavíkur sé að ljúga upp þessu mati.

Það er sama hvernig þetta mál er skoðað. Það er ólykt af því öllu og hefst hjá sama manninum sem nennir ekki lengur að fela slóðina sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 264989

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband