Þú átt núna að borga kosningaauglýsingarnar

Lögin um fjármál stjórnmálaflokkanna sem samþykkt voru í desember s.l. fá litla sem enga umfjöllun fjölmiðla þrátt fyrir að vera einhver mesta atlaga sem gerð hefur verið að lýðræðinu. Hvers vegna er það? Jú, ástæðan er sú að þingflokkarnir eru allir SAMSEKIR í siðblindri lagasetningu sinni varðandi ríkisstyrki til stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. Þeir fengu allir hlutfallslega sinn skerf af þessum ránsfeng og þegja þunnu hljóði þess vegna.

Ríkisstyrkur þessi nemur hvorki meira né minna en a.m.k. 1200 milljónum á 4 árum eða nærri 20 milljónum á hvern einasta þingmann. Þeir eru því nánast að fá með sér styrk sem fer hátt í launin þeirra á hverju ári. Það hlýtur hver að sjá að þessi ógnarfjárhæð kæfir öll möguleg ný stjórnmálasamtök héðan í frá. Það er nánast útilokað að koma nokkrum málstað inn á þing þótt brýna nauðsyn beri til. Kjósendur eiga eftir að sjá stærsta og geggjaðasta kosningaauglýsingasukk allra tíma í næstu Alþingiskosningum. Og það í boði þeirra kjósenda sem styðja þá jafnvel ekki.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að almennu eftirliti með fjárveitingum sé ábótavant. Þingmönnum er orðið alveg sama hvert peningarnir fara svo lengi sem þeir fái líka sinn skerf.

Þær röksemdir sem heyrast fyrir því að stjórnmálaflokkarnir taki fé úr ríkissjóði eru þær helstar að þá sé hægt að opna bókhald flokkanna. Það var ekki hægt áður vegna þess að þá hefði komið í ljós öll sú spilling sem felst í greiðslum frá ríkum fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa fengið í staðinn fyrirgreiðslu á næstum öllum sviðum þjóðlífsins. Það fæst ekkert ókeypis frá stuðningsaðilum stjórnmálaflokka, alla styrki þarf að gera upp fyrr eða síðar með spillingargreiðum. Það er líka ljóst að þó að bókhald flokkanna verði opnað nú þegar eina greiðslan kemur nánast frá ríkinu að ekki verði kíkt neitt á eldri árin með spilltu greiðslunum. Svo virðist sem þingheimur hafi fest sig í þeirri dæmalausu rökhugsun að betra væri að mútugreiðslur til stjórnmálaflokkanna kæmu bara beint úr ríkissjóði!

Mig langar að spyrja þingmenn: Hvar var lýðræðishugsjón ykkar á þeirri stundu þegar atkvæði voru greidd um þetta siðlausa frumvarp? Hvernig datt ykkur í hug að stjórnarskrá íslenska lýðveldisins rúmaði þennan verknað? Hvers vegna er úthlutunin byggð á 4 ára gömlum kosningum þegar sömu 4 árin eru næstum fyrningartími á flestar aðrar fjárkröfur? Hvernig datt stjórnarandstöðuflokkunum í hug að samþykkja þetta? Er hægt að fá þessa lagasetningu ógildaða með dómi vegna brots á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar?

Kjósendur eiga ekki að þurfa að borga auglýsingakostnað stjórnmálaflokka, slík sjálftaka úr ríkissjóði hlýtur að enda með skelfingu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 264908

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband