Er kominn grunnur að STÓRU sameiginlegu "sérframboði"?

Það er undarleg þessi hegðun hjá mörgu fólki að tala niður til þeirra sem vilja mynda nýja stjórnmálaflokka. Þetta fólk þreytist ekki á að telja upp að það verði til níu eða tíu ný lítil og aumingjaleg sérframboð um hvert litla óánægjuefnið sem hægt sé að velta sér upp úr. Þetta er aðferð til að tala niður öll öfl sem hugsanlega geta hróflað við þeim flokkum sem fyrir eru.

Staðreyndin er samt sú að unnið er hörðum höndum víða að reyna að koma saman nýju sameinuðu framboði sem hefur víðan grundvöll undir merkjum umhverfisvænnar jafnaðarstefnu.

Framtíðarlandið mun í kvöld funda um það hvort samtökin vilji breyta sér í virkt stjórnmálaafl með framboð í huga. Til þess þarf aukinn meirihluta og verður fróðlegt að sjá hvernig það fer. Ég þykist viss um að það verði einhver andstaða við það enda er félagið yfirlýst sem "þverpólitískt".

Hvort sem félagið, sem slíkt, samþykkir framboð eða ekki, þá tel ég nægja að merkisberar þess félags, aðallega Ómar Ragnarsson og Andri Snær Magnason eigi að taka þátt í stóru sameiginlegu framboði sem verið er að reyna koma saman ásamt hópum áhugafólks úr hinum ýmsu áttum. Sameiginlegt því fólki er að hugnast ekki að kjósa hina flokkana af ólíkum ástæðum.

Ég sendi félögum í Framtíðarlandinu mínar bestu kveðjur og hvet þá til að taka þátt í að koma frá núverandi stjórn og sinna þeirri borgaralegu skyldu að taka þátt í mótun þess að reka hér samfélagið á vitlegri hátt en nú er gert.

Ef við stöndum saman getur nefnilega orðið til nýtt STÓRT sérframboð sem tekur 25% fylgi eða meira. Ég heyri marga lýsa draumum sínum í þessa átt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 264965

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband