Má bara hafa eina skoðun á hverju máli í stjórnmálaflokki?

Ég horfði á hluta af Silfri Egils á sunnudaginn og uppgötvaði þá að Sjálfstæðismaður í þættinum krafði, með látum, varaformann Samfylkingarinnar um já eða nei svar við því hvort Samfylkingin hefði virkilega ekki stefnu varðandi stækkun álversins í Straumsvík. 

Ég fann mér til mikillar undrunnar að Sjálfstæðismaðurinn virtist trúa því í alvöru að heill stjórnmálaflokkur eins og flokkurinn hans hefði eina skoðun á því máli þ.e. þá að stækka beri álverið.

Þetta er sorglegt. Getur nokkur heilvita maður trúað því að heilu stjórnmálaflokkarnir séu með svo samstíga hóp að þar hafi allir sem einn eina skoðun á hverju máli? Auðvitað ekki.

Flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að virða að fólk hafi mismunandi skoðanir. Það þarf því að meðhöndla álitamál og undirbúa vettvanginn til að hægt sé að vinna úr slíkum málum með skoðanaskiptum og síðan skoðanakönnunum þar sem meirihluti fái að ráða ferðinni eftir að mál hafi verið yfirfarin. Nútíma samskiptatækni á netinu leyfir að slíkt sé gert án tímafrekra fundahalda og óþarfa tímaeyðslu. Það er spennandi tilhugsun að tæknin geti verið okkur hjálpleg að færa fleiri mál í lýðræðisátt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 264985

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband