7.11.2008 | 11:36
Breytum kosningalögum strax
Opið bréf sent til þingmanna:
Ágæti þingmaður,
Haustið 2006 sendi ég öllum þingmönnum tillögur um breytingar á kosningalögum í þá veru að nútímavæða kjör þingmanna með það í huga að leyfa kjósendum að velja nákvæmlega þá þingmenn sem þeir vilja. Tillögurnar ganga í þá veru að viðurkenna líka að kjósendur hafa skoðanir þvert á flokkslínur (sbr. aðild að ESB svo dæmi sé tekið) og eins vill fólk fá að kjósa þingmenn úr mismunandi flokkum. Með nútíma tækni þ.e. almennum aðgangi að internetinu er þetta ekki bara mögulegt heldur einfaldar þetta og styrkir val á bestu fáanlegum þingmannsefnum sem völ er á hverju sinni.
Vinsamlegast kynnið ykkur neðangreindar tillögur:
Kostirnir við þetta kerfi eru í stærstu atriðum þessi:
- Landið verður eitt kjördæmi.
- Þingmenn verði 49.
- Prófkjör verður fellt inn í kosningarnar.
- Flokkar bjóða fram eins og áður og skila inn sínum nafnalista.
- Einstaklingar geta boðið sig fram með lágmarksfjölda meðmælenda og geta valið að tilheyra flokki eða ekki.
- Hverju atkvæði er hægt að skipta niður í allt að 20 einingar. Þú getur dreift atkvæði þínu niður þvert á flokka eða einstaklinga ef þú svo ákveður. Þetta er til þess að hugsa fyrir þörfum þeirra sem frekar vilja kjósa einstaklinga fremur en flokka.
- Þú getur eins og áður kosið þinn flokk, án þess að gera kosninguna nokkuð flóknari en það. Þínar atkvæðiseiningar skiptast þá niður á 10 efstu menn þíns flokks eins og aðrir ákveða röð hans.
- Atkvæðagreiðsla verður að stofni til rafræn og notaður auðkennislykill eða útbúinn sérstakur kosningalykill (í stíl við veflykil vegna skattskila).
- Sérstakt forrit leiðir kjósanda að niðurröðun og hjálpar honum að skila gildu atkvæði.
- Fólk sem ekki er flokkspólitískt hefur tækifæri til að kjósa þá einstaklinga úr öllum flokkum ef það svo kýs.
- Þeir sem bjóða sig fram utan flokka geta eftir kosningar ákveðið að ganga til liðs við flokka eftir kosningar eða starfa sjálfstætt sem þingmenn eða jafnvel að mynda bandalag þingmanna utan flokka.
- Sérstakur kostnaður vegna prófkjara fellur niður við þetta.
- Kosningar á kjörstöðum eru allar rafrænar.
- Úrslit kosninga og niðurröðun þingmanna er ljós um leið og kosningu lýkur.
Kostirnir eru hins vegar aðallega þeir að þú getur kosið nákvæmlega þá flokka og einstaklinga sem þú vilt. Með þessu geturðu tryggt að þinn vilji endurspeglast í úrslitunum.
Einu rökin sem ég heyri gegn þessum hugmyndum er að hugsanlega muni formenn flokkanna muni ekki samþykkja svona gengisfellingu á skipunarvaldi sínu á frambjóðendum. Á móti er því til svarað: Eru kosningar til að þjóna vilja örfárra flokksformanna eða þjóðarinnar?
Ég skora á þingmenn að taka upp þetta mál sem þverpólitískt verkefni til að bæta möguleika fólks á að velja í alvöru fulltrúa sína á þing og stuðla þannig að auknum gæðum starfsmanna þingsins.Er einhver ástæða til að hræðast það að framkvæma þetta strax? Miðað við núverandi stöðu efnahagsmála þarf að spara í ríkisrekstri og gera öll störf skilvirkari. Nú er tækifæri til að sýna hugrekki og vinna að nauðsynlegum endurbótum á störfum þingsins og vali á þingmönnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
kl. 10. þann 10. nóvember hafði ég fengið svör frá 5 þingmönnum (7.9% þingmanna) og kann ég þeim bestu þakkir fyrir að lesa bréfið.
Þau svöruðu póstinum í þessari röð: Bjarni Harðarson, Katrín Jakobsdóttir, Jón Magnússon, Guðbjartur Hannesson og Gunnar Svavarsson.
Haukur Nikulásson, 10.11.2008 kl. 10:07