Við eigum sjálf að læra af mistökunum

Við eigum svo sem enga heimtingu á því að aðrar þjóðir komi hlaupandi með peninga til þjóðar sem hafa lifað jafn mikið og illa um efni fram eins og við íslendingar.

Kannski er okkur bara hollt að fara beint á rassgatið og vinna allt upp frá núllpunkti.  Með því móti er kannski hægt að vinda ofan af okkur öllum þeim tímaskekkjum í rekstri þjóðfélags sem enginn myndi setja í gang ef byrjað væri núna og langar mig að nefna örfá dæmi um það:

Ef nýtt íslenskt þjóðfélag væri stofnað í dag...

  • ...væri ekki stofnuð þjóðkirkja til að sinna andlegum áhugamálum af þeim toga. Þau yrðu skoðuð sem frjáls einkamál.
  • ...væri ekki sett upp ríkisrekin útvarps- og sjónvarpstöð.
  • ...væri ekki útbúnar niðurgreiðslur til landbúnaðarmála.
  • ...væri ekki settir á tollmúrar til að hindra að við gætum keypt vörur erlendis frá á skaplegu verði.
  • ...væri ekki keypt þjónusta erlends óvinaríkis til loftrýmiseftirlits.
  • ...væru ekki sett upp óteljandi sendiráð út um allan heim sem hafa litla sem enga þýðingu.
  • ...væri ekki stofnuð Varnarmálastofnun til að spá í ímyndaða en ófinnanlega óvini.
  • ...væri ekki stofnuð ríkisrekin Sinfóníuhljómsveit til að sinna því að spila sömu aldagömlu krákutónlistina endalaust á kostnað þeirra sem hafa engan áhuga á henni.
  • ...væri ekki settar stórar fjárhæðir í að setja upp leikhús sem almenningur vill ekki halda úti þegar á reynir.
  • ...væri ekki eytt fé í að borga listamönnum laun fyrir verk sem fólk vill ekki kaupa. Það yrði bara skoðað sem einkamál að iðka slíkar listir.
  • ... yrði landið eitt kjördæmi, hægt væri að kjósa bæði flokka og frambjóðendur þvert á flokka og jafnvel óflokksbundna sjálfstæða þingmenn. Prófkjör myndu felld inn í almennar kosningar.
  • ...yrði stjórnsýslustig bara eitt (ríki og sveitarfélög rynnu saman í eitt).
  • ...myndu stjórnmálaflokkar ekki fá fjárstyrki úr ríkissjóði til að viðhalda sjálfum sér við völd. Nýliðun yrði þannig áfram tryggð í stjórnmálum.
  • ...væri skattfé samfélagsins ekki notað til að niðurgreiða önnur áhugamál fólks sem ekki eru nauðsynleg fyrir almenna vellíðan þegnanna.
  • ...yrðu náttúruauðlindir eins og úthafsfiskveiðikvótar boðnir út hæstbjóðendum og strandbyggðir fengju aftur rétt til að nýta grunnslóðir til veiða.
  • ...myndu þingmenn ekki vera lengur með 7 mánaða leyfi frá þingstörfum og aðstoðarmenn þeirra færu í önnur störf.
  • ...yrðu eftirlaun stjórnmálamanna og embættismanna þau sömu og hjá venjulegu fólki.

Þar sem ofangreind mál myndu spara svo mikið í opinberum útgjöldum mætti færa skatta niður í 10% og samt mætti reka mjög gott heilbrigðis- mennta- og tryggingakerfi. Fólk gæti þá myndað með sér frjáls samtök til að reka trúfélög, leikhús, sínfóníur og önnur áhugamál fyrir sjálfsaflafé.

Miðað við þá stöðu sem íslensk þjóð er kominn í er tímabært að skoða nýjar lausnir til að reka samfélagið af meiri skynsemi en áður. Burt með tímaskekkjurnar!


mbl.is Gagnrýnir hin Norðurlöndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband