Milljarðakostnaður samfélagsins við ímyndaða vini og ímyndaða óvini

"Guð blessi Ísland" eru orðin fleyg orð úr munni lítils karls sem hafði ekkert betra að segja þegar hrunið og efnahagsógeðið blasti við í öllu sínu veldi.

Hvað er eiginlega verið að ákalla? Fyrir rétti gæti ekki nokkur einasti kjaftur kallað hann til vitnis, enda ekki til í þeirri merkingu að hægt sé að hafa nokkurt samband við hann með nokkru vitlegu móti.

Samt er verið að verja milljörðum af skattpeningum okkar í að viðhalda vinskap við þennan ímyndaða vin okkar, sem fundin var upp fyrir löngu til að stjórna almenningi og ljúga upp sem ósýnilegan en alsjáandi refsivönd til að fá fólk til að hlýða yfirvaldinu. Þannig var þessi ímyndaði vinur gerður að óvini þeirra sem ekki hlýddu.

En trúin ríður nú ekki við einteiming. Margir þeirra sem ekki trúa á þennan ímyndaða vin á himnum eru samt sem áður jafn bilaðir að öðru leyti. Þeir trúa nefnilega á ímyndaða óvini sem þeir búast við að geri árásir á okkur þegar minnst varir. Þessi pésar hafa líka komið því fyrir að samfélagið borgi milljarða í að verjast þeim með herkirkjum eins og Varnarmálastofnun og kaupum á "loftrýmisgæslu" svo erlendir herflugmenn fái að æfa sig á okkar kostnað.

Hvenær skyldi okkur auðnast að losna við svona útgjaldabull vegna ímyndunar?

 


mbl.is Reyndu að lækna dóttur sína með bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er eins og talað út úr mínum munni, gæti ekki verið meira sammála. Góður pistill.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2009 kl. 12:30

2 Smámynd: Sigurjón

Vonandi sem fyrst Haukur.  Vonandi sem fyrst...

Sigurjón, 3.8.2009 kl. 16:02

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 264903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband