Að setja höfuð í gin ljónsins og vona að það bíti ekki...

... er tilfinningin sem ég fékk þegar sumir gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Sögðust blákalt vera á móti grundvallarhugmyndum um þróun ESB en ætluðu samt að stinga höfðinu í gin ljónsins til að skoða hvað þar væri að finna og vonast samtímis til þess að ljónið lokaði ekki kjaftinum á óheppilegu augnabliki.

Þetta er svartur dagur í sögu þjóðarinnar.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki rétt hjá þér, þetta er hamingjudagur fyrir Íslenska þjóð.
Nú gerum við góðan samning fyrir báða aðila, samþykkjum hann og búum svo við hagsæld og stöðugleika það sem eftir er.

köttur út í mýri, setti upp..................

Sigmundur Arnar Arnórsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:29

2 Smámynd: Sigurjón

Alveg með ólíkindum hvernig vinstri-grænir láta valta yfir sig af samfó...

Sigurjón, 17.7.2009 kl. 02:42

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Nýja Ísland!

Aukið lýðræði, minni spilling, gagnsæ stjórnmál, öflugra Alþingi. Þetta var krafa búsáhaldabyltingarinnar.

Í gær sáum við hinn glæsilega árangur. Hver á fætur öðrum komu þeir í púltið og báðust afsökunar á atkvæði sínu. Undir hótunum um stjórnarslit kusu þeir gegn vilja sínum. 

Þetta er niðurstaðan. Lýðræðið á Nýja Íslandi er byggt á pólitísku ofbeldi. Minnihlutinn ræður! Þetta er reyndar ágætis æfing fyrir Samfylkinguna að tileinka sér lýðræði að hætti ESB.

Haraldur Hansson, 17.7.2009 kl. 10:29

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við verðu ringlaðir á þessu Haukur,þu kaust þessa menn/lengi skal mannininn reyna/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.7.2009 kl. 15:06

5 Smámynd: Sigurjón

Ég hélt að Haukur hafi kosið O...

Sigurjón, 21.7.2009 kl. 23:32

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband