Barnaskapur viðskiptaráðherrans grátlegur

Hverja heldur viðskiptaráðherrann að hann sé að sannfæra?

Dæmið sem hann leggur upp gerir ekkert ráð fyrir því hvernig eign Herberts er tilkomin. Hún er nefnilega stolin að stærstum hluta frá erlendu bönkunum. Hann forðast líka alveg að ræða að skuldir þeirra Tryggva og Þórs uxu á fölskum forsendum í þá upphæð sem þeim ber að greiða núna.

Gylfi bætir enn um betur í að opinbera skilningsleysi nýju stjórnarinnar á raunverulegum vanda þjóðarinnar og því hvað hlýtur að teljast sanngjörn nálgun á því hvernig leysa eigi vanda heimila og fyrirtækja sem hafa verið stórkostlega svikin í lánveitingum og öllum útreikningum varðandi verðbætur og verðbólgu.

Hafi mér fallist hendur yfir skilningsleysi Jóhönnu og Steingríms í fyrri pistli þá eykst ekki trú mín á hæfileika þessa fólks til að vinna okkur út úr vandanum. Ég hafði meiri væntingar til þeirra í kjölfar fyrri spillingarstjórnar sem setti okkur ótímabært í mun meiri vanda en við þurftum.

Ég ráðlegg stjórnmálamönnum að sýna fólki meiri virðingu en þá að bjóða upp á svona ódýra og ósanngjarna gagnrýni á vel boðlegan tillöguflutning sem nú nýtur vaxandi þverpólitísks stuðnings.


mbl.is Tryggvi Þór svarar grein Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Viðskiptaráðherrann já... er það ekki sami maður og stóð fyrir því að Baugur og Kaupþing fengu útflutningsverðlaun forsetans? Ekki kaus ég hann... frekar en aðrir.

Niðurfelling skulda, þ.e.a.s. húsnæðislána, er ágætishugmynd að mörgu leyti. Það mætti samt gjarnan vera eitthvað hámark, því það er hið besta mál að ríkið hjálpi þeim sem eru að kaupa 15 milljóna íbúðir, en mér finnst ekki eins aðlaðandi ef ríkið er að hjálpa þeim sem keyptu 150 milljóna villu á Arnarnesinu.

Ingvar Valgeirsson, 22.3.2009 kl. 20:56

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband