Minnimáttarkennd íslendinga dúkkar upp eftir stærilæti dauðans

Mér finnst aulagangurinn í rannsókn okkar séríslensku vandamála með endemum. Allt frá því að Glitni var sparkað niður og til dagsins í dag hefur ekkert verið gert af viti til að ráðast að vandamálunum eða rannsaka rökstuddan grun um efnahagsglæpi.

Á einhvern undarlegan hátt virðist miðaldra norsk kona búsett í Noregi allt í einu verða að einhverjum allsherjar bjargvætti í þessum málum þótt hundruð íslendinga hafi haft hátt um þessi mál í marga mánuði. Þessu má hiklaust kenna fjölmiðlunum um. Ennþá tekst þeim að upphefja fólk og gera að dýrlingum og goðsögnum út á eitt viðtal í sjónvarpi. Er ykkur sjálfrátt með þetta?

Ég er ennþá að jafna mig á ráðningu norska seðlabankastjórans, sem ekki talar íslensku og þá á að bæta um betur og ráða annan norðmann í kvenmannslíki til rannsóknarstarfa.

Yfir þetta er bara eitt orð: Minnimáttarkennd!


mbl.is Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kemur málinu við hvort hún er miðaldra eður ei.  Hún er kona með þá þekkingu sem við þurfum.  Við þurfum ekki alltaf að setja okkar alkunna stærilæti og finna upp hjólið.  Tökum fagnandi á móti fólki sem hefur þessa reynslu.  Við höfum sem betur fer ekki verið að rannsaka spillingarmál af þessarri stærðargráðu fyrr.

Hanna (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 16:25

2 identicon

Hvað ertu eitthvað hræddur við miðaldra konu ? Konu sem getur kannski hjálpað hræddri og hrokafullri þjóð að rísa á lappirnar ? 

Heiður (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 16:42

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þessi þekking er til staðar. Það eru 320.000 manns á þessari eyju. Svona málflutningur er í stíl við það að fjöldi fólks hélt að það gæti enginn stjórnað Seðlabankanum nema Davíð.

Ég er ekki að gera neitt sérstakt úr því að þetta sé miðaldra eða kona heldur mállaus útlendingur. Hvernig er hægt að gera kröfur um að sinna starfi af viti nema kunna a.m.k. málið sem talað er á staðnum? Með þessum rökum treystið þið sama fólki til að lesa íslenskar bókmenntir, skilja til fulls og vinna úr því lærða ritgerð.

Ég get ekki aðstoðað ykkur við að losna við minnimáttarkenndina Hanna og Heiður.

Haukur Nikulásson, 9.3.2009 kl. 16:56

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessi kona er ekki hrædd við hvítflibbaglæpona, hún er með stálhnefa (þó hún sé miðaldra) sem enginn Íslendingur er með. Henni hefur verið hótað lífláti í störfum sínum en hvergi bangin og hefur dröslað glæponum bak við lás og slá. Þetta er kona mér að skapi annað en íslenskar gungur með silkihanska

Finnur Bárðarson, 9.3.2009 kl. 16:59

5 identicon

Hvað segiru Haukur, ertu kannski Sjálfstæðismaður ?

Allveg ótrúlegt hversu margir Íslendingar eru ennþá með " Ísland best í heimi " brennt í höfuðið á sér.

Við erum búin að skuldsetja okkur svo gífurlega að mér finnst bara ekki neitt að því að fá hjálp frá þeim erlendum aðilum sem eru í boði til að draga þá sem bera hvað mesta ábyrgð á þessu til sakar og hjálpa okkur að ná föstum tökum á fjármálakerfinu enn á ný.

Svo einfalt er það !

Arnar (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 17:11

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Arnar, er eitthvað erfitt að skilja að það sé talsvert mál að fara yfir pappíra, tölvupósta og ýmislegt annað sem allt er á íslensku?

Haukur Nikulásson, 9.3.2009 kl. 17:13

7 identicon

Spurning hver sé með minnimáttarkennd. 

Hanna (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 17:16

8 identicon

Hóhóhó  heldur þú kallinn minn að öll þessi skjöl séu á íslensku.  Þessi samskipti við alla þá erlendu aðila sem þessir blessuðu útrásarvíkingar fengu hjálp hjá.  Líklega hafa þeir allir farið á íslenskunámskeið þessar elskur í Sviss, Luxemburg og á skattaparadísareyjunum.

Hanna (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 17:20

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Dæs!

Haukur Nikulásson, 9.3.2009 kl. 17:33

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Haukur ég segi stundum svona í mínum svörum, dæs :)

Kveðja

Finnur Bárðarson, 9.3.2009 kl. 18:10

11 Smámynd: Sporðdrekinn

Thad er ekki nóg ad hafa thekkinguna ef ad kjarkinn vantar.

Sporðdrekinn, 9.3.2009 kl. 18:27

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Finnur, fyrirgefðu mér orðaþjófnaðinn.

Eins og ég hef gaman að góðum rökræðum þá fara þær stundum í þann farveg að verða ekki nógu áhugaverðar. Mér finnst það ódýr rök að við séum ekki fær um að vinna okkar mál sjálf. Slík minnimáttarkennd eru hinar öfgarnar við stærilætið sem gekk yfir þjóðina áður.

Flest okkar viljum við staðsetja okkur í meðalveginum sem virðist bara ekki fá neitt pláss þessa dagana. Þessi þjóð á ekki að upphefja skort á sjálfstrausti til góðra verka.

Haukur Nikulásson, 9.3.2009 kl. 18:30

13 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Haukur, málið er nú bara það, að þú hefur engan áhuga á því að hér fari fram nein rannsókn á efnahagsbrotum, enda passar það svosem ágætlega við skoðanir þínar á efnahagsrannsóknum í gegnum tíðina.

tiltvitnun. (http://haukurn.blog.is/blog/haukurn/entry/560802/)

"Það er morgunljóst að útgjöld ríkisins í þessu máli eru þjóðinni til stórtjóns. Hér hefur hundruðum milljóna verið varið í málarekstur sem ekkert hefst upp úr og sannar fyrir venjulegu fólki að tilefnið var lítið sem ekkert í raun og veru. Lögregluaðgerðir, rannsókn og annað tilheyrandi hefur skaðað íslenska hagsmuni verulega, bæði ríkið og fyrirtæki Baugsmanna. Það græddi enginn neitt á þessu sorglega máli, nema lögfræðingarnir!

Það er sorglegt að valdhafar á hverjum tíma skuli geta beitt embættismönnum fyrir sig í óvildar- og hefndarskyni og það þarf að koma í veg fyrir slíka misnotkun valds eins og hér er raunin.

Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Styrmir Gunnarsson eru arkitektar að þessu svínaríi með ofsóknaræði sínu á hendur Baugsfeðgum. Þeir uppskera... hmmm... ekkert nema skömmina af því að hafa ýtt þessu máli áfram leynt og ljóst. "

Ingólfur Þór Guðmundsson, 9.3.2009 kl. 18:32

14 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Og miðað við þetta, þá er mér það óskiljanlegt að þú skulir halda að það séu til óhlutdrægir rannsóknarmenn á Íslandi, fyrst annarhver maður að þínu mati er Hundur í Bandi Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 9.3.2009 kl. 18:37

15 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingólfur,

Það er alrangt að ég vilji ekki að menn séu skoðaðir. Það kemur hvergi fram í mínu máli og þú getur þess vegna vitnað til þeirra pistla líka. Vandamálið er að það er aðgengilegra að fylgjast með stjórnmálamönnunum heldur en auðmönnunum og því erfiðara að dæma þá án gildra gagna. Á þessum vettvangi kýs ég að verða ekki sérstök uppspretta meiðyrðamála.

6 ára rannsókn og eltingarleikur við Baug hefur ekki skilað neinu sem heitið getur og er ennþá bara klúður og einelti.Ég gef Baugi þó ekkert heilbrigðisvottorð ef út í það er farið. Ég hef ekki neinar forsendur til að ákveða það. Ég get þó ákveðið haldið því fram að einkavinir Halldórs og Davíðs eru ennþá óskoðaðir með öllu. Ég ætla ekki að hirða um að nefna þá, því það eru nánast allir hinir auðmennirnir. Ástæðan: Þeir tilheyrðu þeim sem voru stjórnvöldum þóknanlegir og í "talsambandi" við valdamennina.

Ég skyldi glaður taka að mér að rannsaka þetta mál og velja með mér hóp manna og kvenna sem getur það. Ef það er eitthvað sem ég hef sérstakt óþol fyrir þá eru það  þjófar, siðblindingjar og spilltir stjórnmálamenn. Ég tel að það sé nokkuð síðan það kom grundvöllur til að yfirheyra þá flesta vegna rökstudds grun um misferli.

Haukur Nikulásson, 9.3.2009 kl. 21:34

16 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Er þessvegna ekki um að gera að fá erlendan aðila til þess að stjórna rannsókn á þessum málum, alveg sama hvort um er að ræða stjórnmálamenn eða auðmenn, þó svo að hún sé miðaldra kona sem ekki talar íslensku ?

Það að hún tali ekki íslensku hefur í raun ekkert að segja við rannsókn málsins.

Svo er hinn punkturinn, að með því að fá erlendan aðila þá værum við einmitt að koma í veg fyrir að sá aðili sé á vegum Björns Bjarnasonar eða Davíðs Oddssonar eins og þú ert hræddur við, og einmitt ekki tengd stjórnmála eða auðmönnum á nokkurn hátt.

þannig að þetta hlýtur að vera alveg ídeal að fá ótengdan aðila til þess að sjá um málið.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 9.3.2009 kl. 22:14

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 264903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband