Hin íslenska þjóð verður brátt afDavíðuð

Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með ferli þessa síðasta einræðisherra Íslands. Hann hefur ráðið meira og minna öllu frá árinu 1991 og er nú blásaklaus af því að hér er allt í kalda koli, brunnið og ónýtt.

Ég undrast jafnvel enn meira fyrrverandi félaga mína í Sjálfstæðisflokknum sem hafa verið í ótrúlegri dýrkun á þennan mann og tekið þátt í sjúklegri afneitun og meðvirkni. Nú er kominn tími fyrir þá að fara að afDavíðast og taka nýtt jarðsamband.

Reisa þarf Ísland úr þeim efnahagslegum rústum sem örfáir pótintátar einræðisins skópu okkur með bankastjórann, brátt fyrrverandi, í fararbroddi.

Best væri að hefnigirni og langrækni Davíðs gerði það að verkum að hann færi að leka helst öllum upplýsingum úr svörtu bókinni sinni. Liðsmönnum hans hefur nú endanlega mistekist að halda honum við völd og honum því óhætt að hefna sín á vanmætti þeirra.


mbl.is Seðlabankafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi losnum við við hann sem allra fyrst.  Þá verður þungu fargi létt af mörgum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2009 kl. 09:50

2 identicon

Davíðs verður ekki sárt saknað þó að hann láti aldrei sjá sig framar í pólitík - tími Davíð er einfaldlega ( löngu ) liðinn og sagan mun fara ófögrum um hans pólitíska valdatíma, pólitísku afglöp og öll hagfræðimistökin sem hann gerði sem Seðlabankastjóri. Enginn ætti að fagna meira en Geir Haarde sem Davíð greinilega elskar að gera lítið úr.

Stefán (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 10:43

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég held að sagan muni fara betur með Davíð en þá sem nú eru búnir að setja hann af. Þvílíkur vandræðagangur og barnalæti kringum eitt lagafrumvarp. Bara til þess að fulltrúar IMF fengju ekki að hitta hann, eina manninn sem þeir höfðu sagt eitthvað fallegt um í íslenskri stjórnsýslu...

Ingvar Valgeirsson, 27.2.2009 kl. 10:00

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar, þetta er nú ástæðan fyrir því að ég tel þig með glerhörðu íhaldinu. Davíð á enga fylgismenn utan þess flokks

Haukur Nikulásson, 27.2.2009 kl. 17:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband