Hver eru pólitísk afrek Ingibjargar?

Ég hef stundum velt fyrir mér hverju sumir okkar stjórnmálamanna hafa áorkað sem stjórnmálamenn og hvort maður myndi vera stoltur af þeim verkum?

Ég satt að segja hnýt ekki um neitt sem kalla mætti afrek hjá Ingibjörgu annað en að komast með sjálfa sig í efstu tröppu Kvennalistans og Samfylkingarinnar sem formaður.

Ég tel það engin afrek í sjálfu sér að skipa vinkonur sínar í helst allar stöður t.d. Sigríði Dúnu sem sendiherra í Suður-Afríku eða að halda áfram bröltinu við að koma Íslandi í Öryggisráð SÞ með pönnukökuveislu. Einnig þykir mér lítt til borgarstjórnartíma hennar koma. Hver voru eiginlega pólitísku afrekin hennar? Mér er helst í minni öfga kvennapólítík í formi misréttis þeim til handa.

Ég sé ekkert athugavert við að fólk bjóði sig fram á móti manneskju sem var stýrimaður í brúnni þegar öllu var siglt í strand. Hvað gengur að íslendingum þegar ekki má lengur skipta út óhæfu fólki?


mbl.is Jóni frjálst að láta reyna á fylgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Var einmitt að velta þessu fyrir mér um helgina, þ.e.a.s. hver raunveruleg afrek og raunverulegar stefnur ráðamanna okkar eru. Augljóst er hvar við höfum t.d. Steingrím og getum því valið um að kjósa hann út frá málefnalegum forsendum. En hvar höfum við Ingibjörgu og hvar höfum við Geir. Fyrir hvað stendur t.d. Geir nákvæmlega? Á hann sér einhver "hjartans málefni" er hann berst eða hefur barist fyrir? Sagðist hann einhvern tíman ætla að laga eitthvað eða breyta einhverju? Nei hann sagði bara ég er traustur kjósið mig. Ingibjörg lofaði hins vegar öllu mögulegu en hefur svikið það allt saman. Ég held að hún fatti það ekki einu sinni sjálf og ekki fattar fólkið hennar það, slík er persónudýrkunin. T.d. lofaði hún kynjajöfnuði við laun opinbera starfsmanna. Gaf út sér bækling með málefninu með brosandi mynd af sér framan á og sendi á allar konur er starfa fyrir ríkið og bað um atkvæði þeirra. En hvað gerðist er ljósmæður báðu um leiðréttingu, ljósmæður sem eru örugglega ein minnsta stétt landsins, nei stelpur þetta er ekki rétti tíminn og ekki orð um það meir ég er "busy" í útlöndum og nenni ekki að ræða þetta frekar.

Þetta eru bara atvinnu pólitíkusar sem eiga að gera þjóðinni þann greiða að fara frá. Nú verðum við að fá fólk sem ann landi sínu og þjóð númer eitt. Hver það er veit ég ekki. Það er nú bara stóra vandamálið.

Halla Rut , 16.2.2009 kl. 08:18

2 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Því miður hefur Ingibjörg ekki sýnt neitt annað en það að hún er klár í gaspra um hitt og þetta og sýna voða eldmóð í alls kyns loforðum og heitstrengingum en svo er engan framkvæmd á málum þegar komin er tími til að taka til hendinni. Það eina sem hún gerir betur en að lofa öllu mögulegu er að svíkja það sem hún lofar. Ég held að það væri samfylkingunni hollt ef hún myndi sjá sóma sinn í að hverfa frá.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 16.2.2009 kl. 08:24

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Varðandi borgarstjórn Ingibjargar er kannski rétt að minna á að það var lyft grettistaki í málefnum barna. T.d. voru leikskólapláss margfölduð og allir skólar einssetnir. Félagsþjónusta var efld og komið á nýju fyrirkomulagi varðandi félagslegar leiguíbúðir. Þetta er nú bara brot af því sem ég utanbæjar maður man eftir. En eru það ekki samfylkingarfólk sem á að ráða þessu sjálft. Ef það telur Ingibjörgu besta kostinn þá velur það Ingibjörgu á Landsþinginu. Sé ekki að það séu aðrir frambjóðendur sem fólk almennt sættir sig við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.2.2009 kl. 08:57

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Magnús. ekki gleyma að hún setti útsvarið í botn og lagði á auka skatt sem ekki hafði áður verið til og keyrði Reykjavíkur borg niður í skuldafen. svakalegur árangur.

Fannar frá Rifi, 16.2.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Ólafur Als

Haukur,

ég velti fyrir mér hvort fyrir liggja einhver stór pólitísk vígi að kljást við þessa dagana - þ.e. önnur en að berjast fyrir eða gegn ESB aðild? Baráttan fyrir "nýju Íslandi" er dæmd til þess að mistakast vegna þess að of mikið er lagt undir (ekki ósvipað og þegar slagorðið um reyklaust Ísland árið 2000 var sett fram) - uppreisn andstæðinga frjálshyggjunnar mun í besta falli halda aftur af efanhagslegri endurreisn (seinka henni) - baráttan gegn flokksræðinu er of óvægin, sem verður mögulega til þess að flokksræðið standi uppi sem sigurvegari.

Það er eðlilegt að hafna of sterkum meðulum, því þrátt fyrir allt er núverandi ástand afleiðing þróunar sem afar margir hafa komið að. Það er nefnilega ekki alvont en samt komið að nokkurri endurnýjun. Endurbætur mega ekki drukkna í söng um algera kúvendingu.

Ólafur Als, 16.2.2009 kl. 13:07

6 Smámynd: Halla Rut

Magnús: Það er nú einmitt þessi einsetning skóla sem hefur verið að lama skólakerfið alla tíð síðan. Hvað var svona gott við þetta? Kostnaðurinn nærri því tvöfaldaðist, mun  fleiri börn þurfa nú að vera í hverjum bekk, það hefur verið kennaraskortur, húsnæði þarf að vera mun stærra og stendur ónotað hálfan daginn og svo mætti lengi telja. Ofsalega fallegt í tali og á blaði en algjörlega stjörnuvitlaus stefna sem skilar engu.

Halla Rut , 16.2.2009 kl. 17:39

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Einsetning hafði stóra kosti og jafnvel enn stærri galla. R-listinn (Verðlistinn?) safnaði skuldum eins og enginn væri morgundagurinn.

En mér sýnist Jón Baldvin (bróðir Alec, William og Stephen?) sýna svolítið að Haarde fór ekki með fleipur þegar hann kvað Samfó vera í tætlum.

Ingvar Valgeirsson, 17.2.2009 kl. 19:38

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband