Geir ómeðvitaður um vaxta- og verðbótasvikin í peningamálastjórninni

Ég var að hlusta á viðtal við Geir í Íslandi í dag og þar kom hann mér verulega á óvart. Það var greinilegt að Sindri Sindrason (hinn dónalegi að sögn Geirs í vetur!) var aðgangsharður án þess koma með réttu spurningarnar.

Mig rak í rogastans þegar Geir var spurður hvort ekki yrði að fella niður hluta af skuldum heimila og hann svaraði á móti: "Hvað á þá að gera fyrir það fólk sem skuldar ekkert?"

Hér skorti Sindra vit til að svara honum með sama orði "Ekkert!" - Ástæðan er nefnilega sú að þeir sem skulda ekkert voru bara hreint ekkert hlunnfarnir af peningaóstjórninni með sama hætti og skuldararnir. Það eru nefnilega skuldararnir sem hafa verið sviknir umfram hina skuldlausu. Okrað hefur verið á skuldurum með ólögum og vanhæfri peningastjórn í Seðlabankanum og hjá ríkinu. Það er hjá þeim sem þarf að rétta af stöðuna.

Fastinn í þessu máli verður að vera fasteignin og það er ekkert réttlæti fólgið í því að stýrivextir og verðbætur séu ekki í takti við samdrátt.  Þessir útreikningar eru upplognar tölur úr Seðlabankanum til að vernda spákaupmenn og til að halda frið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.

Geir og ríkisstjórnin eru ófær um að tengja málin og þess vegna er ekkert gert, þau virðast sem heild ófær um að fara í heildstæðar aðgerðir með einhverri yfirsýn. Það þarf ekki að hlusta á Geir lengi til að sjá að hann situr orðið bara valdanna vegna og til þess að vernda einkavinina. 


mbl.is Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Nákvæmlega Haukur ég skulda ekkert og þessi auma ríkisstjórn þarf ekkert að gera fyrir mig. Samt vil ég hana frá því ég er ekki þjóðin, bara partur af henni, mér er annt um hinn partinn. Ég vil nýjann gjalmiðil, ég vil stöðugleika. Ég vil að fyrirtækjum sé hjálpað....ekki tekin eignarnámi. Og svo margt annað sem ég vil breytingar á.

Sverrir Einarsson, 21.1.2009 kl. 20:13

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband