Smáskítleg launalækkun í stað brottrekstrar er ekkert réttlæti

Hvar í veröldinni fengi lið sem færi með allt á hausinn í kringum sig að sitja með þeim hætti sem ríkisstjórn Íslands gerir?

Þau sitja af því þau segjast ekkert hafa brotið af sér. Það sama geta knattspyrnustjórar sagt þegar þeir eru reknir. Það er bara ekkert hlustað á það. Þeir fá bara skófar á óæðri endann.

Sömu stjórnmálamennirnir sem hafa þakkað sjálfum sér hið falska góðæri í gegnum árin mega nú segja af sér vegna ekta kreppu sem þau geta eignað sér að næstum öllu leyti. Þau settu upp leikvöllinn að öllu leyti. Völdu frjálst fjármagnsflæði með EES samningnum, settu lög, völdu einkavinina sem keyptu ríkisfyrirtækin og bankana, settu upp sjónlausar eftirlitsstofnanir og ónýtan seðlabanka.

Toppurinn á klaufaganginum var að yfirforinginn í Seðlabankanum sparkaði svo fast í einu boðflennuna í partýinu að allt bankakerfið og traust á íslensku efnahagslífi dó nánast á einni nóttu löngu áður en til þurfti að koma.

Það hefur ekkert af þessu fólki axlað ábyrgð og sagt af sér með góðu. Ég er hræddur um að þau verði neydd til afsagnar með einhverju öðru en góðu...


mbl.is Laun ráðamanna lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Algjörlega sammála þér nú sem oft áður Haukur.  Þetta pakk þarf að svara fyrir þann óskunda sem það hefur gert!

Sigurjón, 28.12.2008 kl. 03:41

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 264903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband