Stærsti Pyrrhosarsigur Íslandssögunnar. Davíð sigrar að lokum!

Það verður hlutverk sagnfræðinga og annarra rannsakenda að setja saman þá ótrúlegu röð heimskulegra atvika sem hafa leitt til algjörs falls íslenska bankakerfisins og íslenska hagkerfisins nánast í heild.

Vissulega voru erfiðleikar á lánsfjármarkaði en að það skuli fella allt kerfið er með ólíkindum.

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að stærsta einstaka meinið hafi verið Davíð Oddsson, sem sumir kalla gereyðingarvopn, og það sem byrjaði sem tiltölulega saklaus hrekkur af hans hálfu hefur snúist upp í eitt allsherjar geggjað hrun alls bankakerfisins og lánstrausts Íslands sem þjóðar. Hugsið ykkur, það er þó ekki sinni komið að þeim gjalddaga á Glitnislánunum sem allt dæmið byrjaði á, sem er 15. október næstkomandi.

Stærsti Pyrrhosarsigur Íslandssögunnar vannst endanlega í nótt með fullnaðarsigri. Davíð Oddssyni tókst að fella Jón Ásgeir Jóhannesson og Sigurð Einarsson eins og hann lofaði. Hann dró bara allt Ísland með sér í fallinu.

Keðjuverkunin sem af þessu hlýst er nú rétt að byrja.

Nú þurfa íslendingar hefja nýjan manndóm til vegs og virðingar á ný. Sá manndómur snýst nú um að vinna saman, hjálpa hvert öðru að lifa af en ekki að keppa í lífsgæðasukki eins og áður var.

Ég votta okkur öllum samúð mína. 


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nei, þessu er ekki lokið.  Ruðningsáhrifin af þessu verða gríðarleg.

Marinó G. Njálsson, 9.10.2008 kl. 07:34

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já, því miður Marinó, eins og ég sagði: "Rétt að byrja."

Haukur Nikulásson, 9.10.2008 kl. 08:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband