Binda krónuna við Evru eða Dollar og afnema verðtryggingu

Ég hætti ekki að undrast hversu margir vilja afnema sjálfstæði íslendinga með ESB aðild.

Öll umræðan er í ætt við litla hóru að reyna að selja sig í fyrsta skipti og þar krefjast margir að hafnar verði aðildarviðræður strax við ESB til að láta reyna á það hvað býðst. Ég efast ekki um að það bjóðist ýmislegt til að byrja með á meðan ESB er að lokka þessa fámennu þjóð með mikið landrými og hafsvæði inn í bandalagið. Ef ég væri ESB sjálfur myndi ég kosta talsverðu til, þeir tapa engu nánast sama hverju þeir lofa. Loforðin má síðan taka til baka með lagasetningum seinna meir.

ESB aðild verður ekki framkvæmd öðruvísi en með sjálfstæðisafsali og það er í minni bók landráð og svik við íslenska þjóð. Einmitt nú virðist íslensk þjóð að meðaltali komin með svo mikla vanmáttarkennd að hún sér enga aðra leið út úr vandanum en að selja sig væntanlegum yfirforseta í Brussel. Er ekki allt í lagi með ykkur? Til hvers var eiginlega sjálfstæðisbaráttan? Til hvers var haft fyrir því öldum saman að losna við erlenda kúgun?

Ísland þarf að vinna sig út úr óhófi síðustu ára. Þjóðin á öll í vandræðum vega lánsfjársukks,  offjárfestinga og eyðslu og það þarf að vinna saman í því að komast út úr þessu sem ég er hræddur um að taki allavega nokkur ár, þvílík var eyðslan. Til að vandinn leysist þarf veruleg hófsemi að komast í tísku.

Sjálfstæðisafsal með aðild að ESB er eitthvað sem taka á útaf borðinu. Landráð vegna blankheita er ekki option. 


mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Kjarri, já þessar þjóðir eru ekki lengur sjálfstæðar þjóðir í raun. Það á bara eftir að koma í ljós síðar. Fyrr en síðar kastast í kekki út af einhverjum smáskít og þá verður þetta enn augljósara.

Það gleyma því ótrúlega margir að sagan (eins og tískan) er alltaf að fara í hring. Vegna þess að maðurinn er ekki eilífur (og þroskast hægt!) virðist eins og að það þurfi allir að fá að gera aftur sömu mistökin.

Þeir sem trúa því að stórt bandalag þjóða sé best ættu að líta til stöðu mála í bandaríkjunum þar sem ríkir stríðs- og ofsóknaróður illa gefin maður sem heldur heiminum í stríðsrekstri til að maka krókinn í olíubisness fyrir sig og vini sína. Þegar bandalög verða svona stór þarf ekki nema tvo skapilla hálfvita til að koma af stað heimsstyrjöld. Valda- og gróðafíkn hinna fáu í bland við algert sinnuleysi almennra kjósenda skapar þessa stöðu. Og sama sagan endurtekur sig eins og áður.

Haukur Nikulásson, 14.7.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega ósammála þér Haukur með sjálfstæðið en það hefur komið fram hjá mér margoft áður.  Svíar eru sennilega ein stoltasta þjóð evrópu og þeir eru sjálfstæðir, ef svíum mundi mislíka vistin í ESB þá mundu þeir hreinlega skrá sig úr klúbbnum med det samme.   Íslenska krónan er búin að vera, ekki bara vegna þess að hún tók dýfu í vetur heldur hefur almenningur og fyrirtækjaeigendur þessa lands misst trúnna á henni.. til hvers að binda krónuna við einhvern annan gjaldmiðil ?  þá er hreinlegra og heiðarlegra að ganga hreint til verks og taka upp Evruna og ganga í ESB í framhaldinu.. dollarinn er að mínu skapi ekki eins góður því að hann virkar mestmegnis á olíuviðskipti okkar, nokkuð sem við ætlum að reyna að draga úr á komandi árum.  (svo eru Bandaríkin að verða gjaldþrota og dollarinn er veikur á heimsvísu)

Óskar Þorkelsson, 14.7.2008 kl. 12:10

3 identicon

Haukur, ég er að öllu leyti sammála þér, innganga í EU þýddi mikið afsal sjálfstæðis, stórfellda lífskjararýrnun og 20% atvinnuleysi amk. fyrstu 5-10 árin, meðan verið væri að stjórnendur EU væru að vinda ofan af sukkinu og vitleysunni sem hefur viðgengist á íslandi um árabil. Við fengum alls ekki að taka upp Evru fyrr en þeirri lækningu væri lokið og verðbólga væri komin niður og stöðugleiki hefði verið í áraraðir. Einhliða upptaka Evru er óframkvæmanleg, það vita allir sem ekki eru heilaskertir í meira lagi. auðvitað er hægt að binda krónuna við Evru eða Dollar, og festa hana, hætta með verðtryggingu sem myndi bara þýða himinháa vexti 25 til 30% miðað við núverandi óráðsíu og sparnaðarleysi íslendinga. Vextir miðast einfaldlega við framboð og eftirspurn á fjérmagni, flóknara er það ekki. Semk sagt, það er affarasælast að við höfum manndóm til að vinna okkur sjálf út úr krísunni, þótt sársaukafullt sé. Að því búnu getum við skoðað hvort EU aðild henti okkur, enda værum við þá í stakk búin til þess, sem sjálfstæð þjóð í fjármálum, en ekki með allt niður um okkur eins og í dag.

Olafur (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, mér finnst þú gleyma því að íslenska krónan var miklu ónýtari en hún hefur verið undanfarin ár. Ég er nógu gamall til að muna þegar klippt voru tvö núll af henni til að hún yrði ekki eins og ítalska lírudruslan á sínum tíma. Krónan var gengisfelld stöðugt á þessum tíma.

Upp úr 1994 hefur krónan hins vegar staðið sig mun betur en 30 árin þar á undan, sem þó orsakaði ekki svona háværar kröfur um afnám hennar. Svo ég gleymi því ekki þá er mér svo sem sama hvaða gjaldmiðill verður notaður hér á landi en sjálfstæðinu vil ég ekki fórna með innilokun í Evrópusambandinu. Það er nákvæmlega ekkert í heimssögunni sem styður að okkur verði betur borgið til frambúðar að verða aftur að aumingjanýlendu erlendra valdhafa.

Óskar, mér finnst þú slá mér algerlega við í þessu efnahagslega þunglyndi sem við virðumst báðir haldnir, því miður. Munurinn er hins vegar sá að ég vil áfram halda í það að við stjórnum okkur sjálfir. 

Haukur Nikulásson, 14.7.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já ég man þegar Spur og lakkrísrör fóru úr 1500 kall niður í 15 kr.. mér sýnist nú við nálgast þessa tíma hratt aftur. .. munurinn á okkur Haukur liggur í því að þú treystir íslenskum stjórnmálamönnum sem ég geri alls ekki.

Óskar Þorkelsson, 14.7.2008 kl. 13:25

6 Smámynd: Atli Hermannsson.

"munurinn á okkur Haukur liggur í því að þú treystir íslenskum stjórnmálamönnum sem ég geri alls ekki."

Sammála Óskar... en andstæðingar ESB reyna stöðugt að koma því inn hjá fólki að Evrópuþingið sé einhver óskapnaður skipuðum afdönkuðum uppgjafar stjórnmálamönnum með annarlega skoðanir. Ég lít hins vegar svo á að Evrópuþingið sé einskonar meistaradeild Evrópu... skipað Evrópu-úrvalinu.    

Atli Hermannsson., 14.7.2008 kl. 14:39

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, þú veist betur og Atli má vita það núna: Ég treysti ekki íslenskum stjórnmálamönnum neitt frekar en þið. Ég treysti því hins vegar að við eigum að vinna sjálf úr eigin málum. Við stöndum næst okkar eigin málum.

Afsal kvótakerfisins t.d. þýðir ekki að ég vilji henda því í hendur Evrópusambandsins. Við eigum að taka þennan kvóta skilyrðislaust til baka og bjóða hann út eins og önnur gæði í þágu samfélagsins.

Það sem þú kallar meistaradeild Evrópu Atli er t.d. þekkt að því að efna til heimsófriðar, árása, afskipta, nýlendustefnu og alls kyns kúgun víða um heim. Við höfum verið hin friðelskandi þjóð og verið að mestu laus við ófrið og læti. Ég vil halda mig á slíkum slóðum áfram.

Ekki gera mér það upp að ég líti eitthvað sérstaklega niður á stjórnmálamenn í Evrópu frekar en hér. Þeir eru bara ekki hér, við erum hér. Það að treysta þeim betur fyrir okkar málum en okkur sjálfum er álíka eins og að ætla okkur að hafa vit fyrir grænlendingum eða kínverjum í þeirra málum. Þið hljótið að sjá hversu langsótt það er.

Sviss og norðmenn eru utan ESB. Ég verð ekki var við að svisslendingar séu t.d. neitt á leiðinni inn í ESB þótt þeir séu miðpunktur Evrópu. 

Haukur Nikulásson, 14.7.2008 kl. 15:41

8 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Afsal kvótakerfisins t.d. þýðir ekki að ég vilji henda því í hendur Evrópusambandsins. Við eigum að taka þennan kvóta skilyrðislaust til baka og bjóða hann út eins og önnur gæði í þágu samfélagsins"

Haukur. Ég hef séð því margoft haldið fram af andstæðingum ESB að Brussel muni ráða hvaða fiskveiðikerfi verði notað hér við land eftir inngöngu. Það er rangt og getum við rétt eins og allar aðrar ESB þjóðir notað það kerfi sem okkur sýnist -  hvort heldur kvóta-eða sóknardagakerfi. Þá hef ég einnig lesið það á Heimsýnarblogginu að ESB muni skipta sér af því hvaða veiðarfæri verði notuð. Svo verður heldur ekki enda á það bara við þar sem verið er að stjórna veiðum úr sameiginlegum fiskstofnum bandalagsríkja.

Fiskveiðikerfi ESB gengur nefnilega út á það að stjórna nýtingu sameiginlegra fiskstofna; stofna sem tvær eða fleiri þjóðir gera tilkall til af landfræðilegum ástæðum eða vegna veiðireynslu einnar þjóðar í lögsögu annarrar. Hvorugt á við hér við land. - punktur

Atli Hermannsson., 14.7.2008 kl. 21:51

9 Smámynd: Sigurjón

Ekki dettur mér í hug að trúa þessu, að ESB muni bara leyfa okkur að stjórna öllu því mikilvægasta fyrir okkur sjálf þegar til inngöngu kemur.  Sjáið bara viðbrögðin við höfnun Íra á Lissabonsáttmálanum.  Það er litið á það innan ESB að þarna sé fólkið fyrir stjórnmálamönnunum sem ætla sér að læsa klónum enn betur í völdin.  Hvers vegna skyldi ekki hafa verið kosið í fleiri löndum?  Eru þeir eitthvað hræddir við kjósendur?

Við getum lagað ástandið hér heima sjálf og við skulum gera það!  Ef Norðmenn og Svisslendingar vilja vera utan sambandsins, getum við það líka og skulum gera það!

Varðandi evruupptöku, þá er það ótrúlegt að stjórnmálamönnum skuli ekki detta í hug að einfaldlega tengja gengi krónunnar við evru.  Við það skapast þessi blessaði stöðugleiki sem allir þrá, án þess að við þurfum að tala neitt við ESB um sáttmála eða neitt annað yfir höfuð.  Svo getum við bara kippt úr sambandi þegar harðnar á dalnum.  Við þetta þarf heldur ekki að prenta peninga eða slá mynt.  Við notum bara áfram gömlu krónuna okkar, nema bara tengda við evru.  Þetta er eins og dömubindi: Einfalt, öruggt og þægilegt.

Sigurjón, 15.7.2008 kl. 20:12

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband