Getur verið að nöldur og tuð virki þegar allt kemur til alls?

Hún átti enga leið út úr þessu dæmi. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur beitt hana svo miklum þrýstingi að hún verður að leysa þetta mál fyrir þinglok annars missir hún gjörsamlega allan trúverðugleika sem stjórnmálamaður.

Pirringur hennar yfir hinum sífelldu áminningum Stöðvar 2 var ljós öllum, ég veit satt að segja ekki hver hefði átt að geta staðið gegn svona stöðugu einelti vegna málsins.

Ég vildi að fréttastofur landsins gætu leiðrétt fleiri óréttismál með sams konar hætti: Þjófnaðinn á varnarsvæðinu, rugluðum fjárveitingum til utanríkis- og varnarmála, kirkjunnar, landbúnaðar..... ok ok ég farinn að tuða aftur. 

En þegar allt er á botninn hvolft þá er líklegt að síendurtekið tuð og nöldur veki fólk á endanum til að samþykkja breytingar á tímaskekkjum í rekstri samfélagsins.


mbl.is Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Efast stórlega um að Alþingi samþykki þetta

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.5.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Sérðu ekki hvað þetta er opið (til að þurfa ekki að standa við það) "víðtæk sátt"

"jafnvel fyrir vorið".

Þetta er allt til að friða landann (og stöð2).

Farinn að kaupa mér hatt til að geta étið hatt minn ef þetta verður samþykkt fyrr en rétt fyrir lok kjörtímabilsins.

Eigið svo góðann eftirlaunadag. 

Sverrir Einarsson, 12.5.2008 kl. 08:17

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jæja þá verður bara byrjað að tuða aftur.  En við skulum vona það besta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 09:19

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við eigum öll að tuða,þetta er réttlætismál,allir við sama borð ,með lífeyrir!!!!/ Kveðja /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.5.2008 kl. 16:35

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband