Má þjófgera fólk bæði fyrirfram og eftirá?

Istorrent málið er mörgum hugleikið. Ekki ætla ég að verja neinn í því máli. Hins vegar eru stjórnvöld og rétthafar með ýmislegt á gráu svæði þegar kemur að höfundarréttarmálum.

Staðreyndin er sú að ónotaðir miðlar eins og CD-R og DVD-R diskar eru skattlagðir við innflutning fyrirfram og þau gjöld eru færð til STEFS sem úthlutar þeim til sinna félagsmanna.

STEF skilar ekki erlendum rétthöfum höfundargjöldum í samræmi við sölu eða dreifingu. Heldur eru gjöld frá Íslandi sett í sameiginlegan pott NCB (Nordisk Copyright Bureau) ef ég man þetta rétt.

Ég átti í tölvusamskiptum við Björn Bjarnason ráðherra á sínum tíma þar sem ég og aðrir "netverjar" töldum að ekki væri hægt að höfundar og rétthafar á tónlist gætu skattlagt miðil sem notaður er til afritunar á allt öðrum tölvugögnum, myndum, bókhaldi og öðru sem kemur tónlist nákvæmlega ekkert við.

Þó ég stæði í því að flytja in geisladiska til framleiðslu á efni sem engin vafi léki á um höfundarrétt var því ekki við komið að fá þessi gjöld felld niður sem eru 17 kr á hvern óskrifaðan CD disk. Þessi skattur ríkisins fyrir hönd STEFS er 5 krónum hærri heldur en algengt innkaupsverð disksins er hjá framleiðendum. DVD-R diskar eru skattlagðir um 35 krónur ef ég man rétt.

Þegar innflutningsskattlagning af þessu tagi er sett á með þeirri réttlætingu að vega upp höfundarréttarbrot má segja með þó nokkrum rökum að búið sé að greiða fyrirfram sektina fyrir ólöglegu niðurhali á tónlist og myndum. Ef þú ert sektaður fyrirfram er þá eitthvert réttlæti fólgið í því að vera líka sektaður eftirá?

Við getum ekki endalaust búið við bull í lagasetningu. Hið eina rétta er að hætta að þjófkenna alla með fyrirfram sekt eins og nú er gert. Rétthafar á tónlist og bíómyndum verði að búa við það að finna hvern og einn þjóf eins og aðrir í samfélaginu þurfi að búa við. Manni finnst það lítið jafnræði að sumir geti notið aðstoðar ríkisins við að tryggja tekjuöflun sína en ekki aðrir. Það er líka visst ógeð að vita til þess að STEF úhlutar til sinna félaga með geðþóttaaðferðum sem enginn fær að sjá. Erlendir rétthafar eru skipulega sniðgengnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr

Óskar Þorkelsson, 29.11.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Sigurjón

Dittó!

Sigurjón, 2.12.2007 kl. 02:08

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 264895

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband