Opinber fyrirtæki eru einkavædd til að fela sjálftöku launa og spillingu

Einkavæðing opinberra fyrirtækja virðist hafa þetta eina markmið.

Röksemdirnar fyrir einkavæðingu eru oftar en ekki allt aðrar og byggðar á afar veikum rökum og það virðist stjórnendum fyrirtækjanna einkar auðvelt að blekkja kjörna fulltrúa til að samþykkja slíkar breytingar sem eru þegar á reynir, bara til þess að hægt sé að stunda sjálftöku launa, hækka sporslur og fela þátttöku í alls kyns verkefnum sem eiga nákvæmlega ekkert skylt við starfsemina.

Vandamálið er að í Orkuveitu Reykjavíkur hefur safnast upp auður sem byggður er með okri í orkusölu þegar eðlilegra væri að eigendur þess hefðu notið framsýninnar með lægra orkuverði.

Borgarbúar hafa nefnilega verið snuðaðir áratugum saman um að njóta þess hversu hagkvæm hitaveitan er. Samanburður við erlenda orkusölu byggða á kjarnorku, olíu og kolum hefur verið notuð sem rök fyrir því að halda orkuverðinu hér á landi allt of háu miðað við hvað það hefði getað verið.

Ég hef sagt það áður: Stjórnendur OR eru fyrir löngu búnir að vinna inn fyrir vænum brottrekstri án feits starfslokasamnings fyrir spillingu í starfi.


mbl.is Launin þola ekki dagsljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...þeir líta líka voða spilltir út á þessari mynd!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.11.2007 kl. 11:29

2 identicon

Ég tek undir orð þín og þá sérstaklega að þessir stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð og þeim vikið úr starfi fyrir vanrækslu án sporslu fyrir sviksemina.  Þeir hafa auðsjáanlega gengið hagsmuna annarra en OR og borgarbúa  .  Þeir virðast fyrst og fremst hugsa um eigin rass og "vina " sinna í viðskiptalífinu.   Mokum skítnum út og loftum vel, fáum svo fólk sem hefur hagsmuni borgarinnar og OR að leiðarljós.

Sigurður S. (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 11:48

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

100% sammála þér Haukur. Burt með þessa menn! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 6.11.2007 kl. 11:52

4 identicon

heyr heyr

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 15:43

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband