Ný jafnréttislög - Lögboðin mismunun, óljós kæruefni og opin túlkunarefni

Jóhanna Sigurðardóttir er í miklu áliti hjá mér sem vandaður og heiðarlegur stjórnmálamaður. Hún hefur þó einn galla og hann er sá að hún sér stundum ekki heildarmyndina fyrir ákefðinni við að koma áhugamálum sínum áfram. 

Ég er að lesa ný jafnréttislög frá félagsmálaráðherra og verð að segja að þau er einhver loðnasta lesning sem ég hef séð um mína daga. Heilu greinarnar eru óskiljanlegar, loðnar og eiga eftir að valda verulegum vandræðum vegna þess hversu margar greinar eru óskýrar og opnar fyrir túlkun. Það eina sem er skýrt í þessum lögum er að jafnréttisstofa er orðin að jafnréttislögreglu og dómstól sem ekki er hægt að áfrýja.

Bein mismunun kynjanna er hér sett í lög og það er ekki viðunandi. Bent hefur verið á að hægt sé að krefjast þess að konur séu ráðnar til jafns við karla í minnstu fyrirtækjum og það gengur ekki. Hvernig er hægt að krefjast þess að konur verði jafn margar á bílaverkstæðum, í smiðjum, lögreglu og öðru? Skv. þessum lögum verða konur sem vilja gerast starfsmenn í þessum greinum með lögboðna áskrift að starfi óháð getu til verks eða gæða sem starfsmanns.

Ég er þeirrar skoðunar að nú sé allt of langt gengið í þjónkun við kvenréttindakonur og femínista. Þeirra samtök eru sérstaklega tilgreind í lögunum með fulltrúa og það er greinilegt að við samningu þessa lagabálks hefur óskalisti öfgakerlinga ráðið alveg ferðinni. Vandamálið er síðan að fáir þora að andmæla þessu af ótta við að verða kaffærðir af þessum sömu öfgakerlingum og kallaðir karlrembur. Það er ekki hægt að setja í lög að karlar og konur skuli vera eins, eins og hér reynt í trássi við alla líffræði og eðli kynjanna. Það vantar skynsemi í kynjaumræðuna fremur en þær öfgar sem hér eru boðaðar.

Kynjajafnrétti er löngu komið á skv. lögum og meira en það. Það er konum til minnkunar verði þessi nýju lög samþykkt. Skv. þessu er verið að búa til enn einn hóp fólks sem skuli njóta meiri réttinda en aðrir. Hinn hópurinn eru t.d. bændur, sem hafa viðurværi sitt á kostnað almennings með styrkjum og öðrum framlögum úr ríkissjóði og veldur hér hæsta matarokurverði í heimi.

Ég trúi ekki að konur vilji að sett séu lög í landinu sem setja þær fremst í allar raðir vegna kynferðis. Ég trúi því ekki að konur vilji láta líta á sig sem slíka aumingja að þær þurfi forskot með lögum af þessu tagi. Ég tel Þessi lög þess vegna hreina vanvirðingu við alvöru íslenskar konur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst leiðinlegt að segja frá því, en ég er gersamlega sammála þér.

Ég er að hugsa um að sækja um starf á saumastofu.

Ingvar Valgeirsson, 5.11.2007 kl. 12:07

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband