Afreksíþróttir eru orðnar að skrípaleik vegna skorts á sannri íþróttamennsku

Það er orðið beinlínis pínlegt að fylgjast með íþróttafréttum nú orðið. Nú hafa allar helstu stjörnur í Tour de France fallið á lyfjaprófum eða skrópum í lyfjapróf sem jafngilda sektarjátningu í þeim efnum.

Þessi ósköp eru líka að gerast hér á landi. Kappsemin er orðin svo mikil að menn víla ekki fyrir sér alls kyns brögð og óþverra. Leikur Skagamanna og Keflvíkinga í fótboltanum um daginn er dæmi um bullið sem gengur.

Eftirlitsiðnaðurinn í kringum íþróttirnar er að verða jafn stór liður og sportið sjálft. Lyfjapróf eru rándýr í framkvæmd og fjármunirnir sem fara í þau nýtast að sjálfsögðu ekki annars staðar.

Skyldi þetta ekki bráðum draga úr áhuga fólks á að fylgjast með afreksíþróttum? 


mbl.is Michael Rasmussen vikið úr Tour de France
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég les og horfi mikið á þýskar fréttir. Fyrir nokkrum dögum síðan hætti ZDF að senda beint frá Hjólreiðakeppnunum.

ZDF hefur sennilega ekki sett inn í útsendingarsamninginn að ef áhorfendum myndi misbjóða hvernig keppendurnir haga sér mættu þeir bakka út úr samningnum. En ég held að þegar að kemur að næsta Tour De France - verður spurning hver hefur áhuga á útsendingarréttinum.

Kristbjörg (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 00:44

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er löngu hættur að horfa á frjálsar íþróttir vegna svona mála.. í hvert skipti sem einhver vinnur þá kemur hugsunin upp.. á hverju var þessi ?

Held mig við enska boltann enn sem komið er en áhuginn fer dvinandi með hverju tímabili.

Óskar Þorkelsson, 26.7.2007 kl. 10:13

3 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Væri ekki bara best að stofna til þriðju flokkunarinnar af íþróttamönnum.

Áhugamenn

Atvinnumenn

Steraboltar

Þá geta menn bara keppt við sína jafningja.

Annars hefur maður heyrt haldið fram að mesta keppnin sé að fela lyfjanotkunina, ekki sjálf íþróttin. Þ.e. innbyrða sem mest af sterum og sem lengst, án þess að vera nappaður.

Júlíus Sigurþórsson, 26.7.2007 kl. 14:33

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 264891

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband