Lygin hefur alltaf verið besta vopnið í pólitík - og það versta!

"Þetta var rétt ákvörðun miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir" var viðkvæði frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins þegar prófkjörin fóru fram síðasta haust. Þessi dæmalausa setning á að fara á spjöld sögunnar því hún var fundin upp í Valhöll þegar menn urðu rökþrota varðandi stuðningsyfirlýsingar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar við stríðsrekstur Bush bandaríkjaforseta í Írak. Þessi gjörningur þeirra félaga mun tryggja þeim veglegan sess í ruslatunnu sögunnar. Þetta voru stærstu mistökin sem þeir gerðu á sínum stjórnmálaferli og það sem þeir gerðu vel mun falla í skuggann af þessu. Þessi undarlega hóplygi í fyrstu setningunni, sem næstum allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa borið fyrir sig var og er móðgun við allt hugsandi fólk.

Afgreiðsla allsherjarnefndar Alþingis á ríkisborgararétti til handa tengdadóttur umhverfisráðherrans er skandall. Það er eins og sumt fólk trúi því í alvöru að spilling geti ekki náð á milli flokka. Hugsið ykkur betur um! Flokkarnir stóðu saman að spillta eftirlaunafrumvarpinu og stóðu líka saman að því að stela með lögum hundruðum milljóna til að stinga í kosningasjóðina hjá sér. Þeir kaupa og selja bitlinga og stöðuveitingar þvers og kruss eins og dæmin sanna. Framsóknarmennirnir og nefndarmennirnir keppast nú við að hópljúga fyrir Jónínu og ganga jafnvel svo langt að hrósa henni fyrir að lenda í rifrildi við fréttamann i beinni útsendingu eins og um afrek sé að ræða. Hér er pólitíska blindan orðin alger og endurspeglar hversu firrt fólk er orðið á síðustu metrum þessarar kosningabaráttu. Nú er logið blákalt og svo vonast eftir því að lygin haldi bara rétt fram yfir kosningar. Eftir það skiptir hún engu máli, úrslitin breytast ekkert.

Dæmi um vonda og aulalega lygi manns í hárri pólitískri stöðu: "I did not have sexual relations with that woman, Monica Lewinski." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Magnússon

Já fóru ekki allir íslenskir pólitíkusar í verksmiðju Alpan og fengu teflonhúð á vinnugallann og tunguna áður en verksmiðjan var flutt úr landi.  Hlýtur að vera, því allt sem kemur þeim illa í umræðum lekur alltaf einhvern veginn af án umræðu og aðgerða.

Guðmundur Þór Magnússon, 30.4.2007 kl. 09:34

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Amen Haukur!
Það að fólk skuli láta sér detta til hugar að eðlilega hafi verið staðið að málum hér er vægast sagt... heimska! Og hana nú!

Heiða B. Heiðars, 30.4.2007 kl. 14:11

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 264821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband