Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Samfylkingin stóð að stórþjófnaði á Alþingi

Það ætlar seint að takast að sannfæra sumt fólk (lesist: Þingmenn og ríkisstjórn) um að það gerðist sekt um stórþjófnað þegar neyrðarlögin voru sett á Alþingi.

Mér sýnist sem þjóðin sé almennt að verða meðvituð um að það gengur ekki að ríkisstjórn og Alþingi sýni það dæmalausa fordæmi í sögunni að stela öllum bitastæðum eignum bankanna og starfsemi þeirra og fleygja erlendu skuldunum.

Ríkisstjórnin ætlar að samt að láta almenning greiða allar skuldir sínar til nýju bankanna eins og ekkert hafi breyst.

Eftir að Davíð Oddsson teymdi stjórnina í að fella Glitni hafa allar aðrar ákvarðanir þessarar stjórnar verið tóm vitleysa. Allar siðmenntaðar þjóðir í kringum okkur hafa vitað þetta og sett okkur stólinn fyrir dyrnar. Ísland varð að heimsatlægi og er nú smáð um allan heim.

"Björgunarleiðangur" Geirs og Sollu er bara brandari. Samfylkingarfólk á fyrir löngu að vera búið að sjá í gegnum þetta og koma því til leiðar að skipt verði um stjórn án nokkurrar tafar. 


mbl.is Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru fleiri en ég hættir að kjósa þig Björn!

Fyrir síðustu kosningar hætti ég að kjósa íhaldið sem ég hafði stutt með ráðum og dáð í rúm 30 ár. Ég var uppalinn í íhaldstrúnni en gafst upp þegar Björn Bjarnason, Geir Haarde, Sólveig Pétursdóttir og Gunnlaugur Claessen misnotuðu vald forseta Íslands til að gefa þjófdæmdum fyrrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins tækifæri til að komast aftur á þing.

Björn Bjarnason, þig kýs ég aldrei aftur. Þinn vitjunartími er kominn og þú átt enga möguleika á opinberu embætti aftur. Þér er óhætt að setja eins mikið lím í ráðherrastólinn þinn og þú hefur tök á að klessa í hann. Njóttu þessara fáu stunda sem þú átt eftir í honum, því fljótlega mun þjóðin koma þér í ruslatunnu sögunnar með Davíð Oddssyni og fleirum sem eru búnir að eyðileggja efnahagslega stöðu þessa lands um lengri framtíð en nokkurt okkar kærir sig um að vita af. 


mbl.is Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin er fallin á prófinu Guðlaugur - þess vegna á að kjósa aftur

Það er stórkostlegt ábyrgðarleysi að láta stjórn með gjaldþrota land, halda áfram. Hvergi annars staðar myndi slíkt tekið í mál. Það er með öllu óþolandi að stjórnmálamenn og embættismenn sem eru með allt niður um sig fái að halda þessari endalausu vitleysu áfram.

Stjórnin hefur ekki lengur traust til að taka við meira lánsfé til að fylla upp í götin hjá vildarfyrirtækjum og vinum þeirra sem hafa komið öllu á kaldan klakann.

Guðlaugi má vera alveg ljóst að honum og Sjálfstæðisflokknum er ekki treyst fyrir neinu þessa dagana og það stoppar ekkert þó farið sé í kosningar strax. Það eru hægt að velja úr rúmlega 200.000 manns til að taka við þeim störfum sem aðrir hafa klúðrað - BIGTIME!


mbl.is Kosningar væru glapræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að Alþingi siðaði þessa valdasjúku konu aðeins til?

Það er löngu tímabært að setja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina á Alþingi. Þingmenn eru flestir orðnir þreyttir á því ráðherraræði sem virðist felast í því að hlýða rammskökkum seðlabankastjóra.

Þetta á bæði við um þingmenn stjórnar sem og stjórnarandstöðu.

Þingmenn! Sýnið þjóðinni að þið séuð til einhvers gagns, nú er tíminn til þess. 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir búnir að fá nóg af þessu stjórnarsamstarfi hvort eð er

Mér sýnist að það sé að verða bara spurning um örfáa daga hvenær þetta stjórnarsamstarf verður slegið af.

Mér sýnist að megnið af Samfylkingarfólkinu á þinginu sé farið að ofbjóða að sitja aðgerðarlaus hjá á meðan Davíð Oddsson teymir Geir geðlausa áfram í "björgunarstörfunum" og bráðum kominn með fulla vasa fjár til að viðhalda þeim völdum áfram.

Helgi Hjörvar er genginn af trúnni sbr. nokkuð ítarlega samantekt hans í Fréttablaðinu í dag um aflglöp Davíðs og nú bætist Jón Gunnarsson við í slagsmálin og dregur tvo Samfylkingarráðherra með sér þar inn. Þetta verður brátt fullvaxinn kráarslagur.

Geir og Sollu er löngu ljóst að stjórnin þeirra er ónýt. Það er bara svo svakalega erfitt að segja skilið við völd og peninga, spyrjið bara alkóhólistana! 

 


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi að brjóta sig úr meðvirkni þingmanna meirihlutans

Ég gleðst mjög yfir því að Helgi Hjörvar sé hér að brjóta sig svolítið frá meðvirkni þingmanna meirihlutans. Það vantar samt fleiri þingmenn sem hafa það hugrekki að láta þjóðarhag ráða samvisku þeirra fremur en að hugsa um það hversu þægilegt er að vera þingmaður á háum launum með drjúgum 6-7 mánaða fríum og fríðindum.

Það er eðlileg tregða að þingmenn vilji ekki rjúfa þing. Þeir eru að setja starf sitt í hættu og það er komandi atvinnuleysi. Þeir setja því frekar lím í stólana sína en að gerast of gagnrýnir á störf ríkisstjórnar og þess meirihluta sem ræður. Það þarf nú greinilega mjög umtalsverðan manndóm hjá þingmanni að setja þjóðarhag ofar sínum eigin.

Þetta er virk fíkn líkt og hjá alkóhólistum... fíkn eftir peningum og völdum þrátt fyrir augljóst umboðsleysi þeirra sem hafa komið þjóðinni á hausinn.

Það að meirihluti þingmanna sætti sig við seðlabankastjóra sem tókst með eigin hendi að koma bankakerfinu og fjárhag ríkisins í rúst á nokkrum dögum er óskiljanleg meðvirkni og undirlægjuháttur.

Ég vona að fleiri taki undir með Helga á Alþingi.
 


mbl.is Nýja Seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mönnum og konum er orðið tamt að ljúga - óþolandi!

Það er löngu kominn tími á að Geir og Solla hætti. Þau hika ekki við að ljúga að þjóðinni í hvaða smáskítamáli sem er. Geta jafnvel ekki sagt satt um sjálfsagða hluti eins og það að við viljum ekki sjá breta í neinni "loftrýmisgæslu" hér.

Það er löngu tímabært að segja Ísland úr NATO, við höfum ekkert við þetta bandalag að gera. Við höfum nóg annað við fjármuni að gera núna. Við höfum ekki efni á að þjóna því kjaftæði sem ofsóknaræði er hjá sumu fólki varðandi árásarhættu á Ísland.


mbl.is NATO hefur engar áhyggjur af minni gæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látíð óráðssíuliðið ekki fá meiri peninga - í öllum bænum!

Það er verulegur ábyrgðarhluti að láta fólkið sem setti þjóðina á hausinn hafa 5 milljarða dollara til að leika sér með.

Það er alveg ljóst að fyrsti kúfurinn af dollurunum verður notaður til að bjarga vildarfyrirtækjum og vinum í kerfinu og aðrir geta bara átt sig.

Það hefur sýnt sig að ríkisstjórnin er í heild sinni óheiðarleg. Neyðarlögin er þjófnaðarverknaður og stjórnsýslulegt bull. Forsætisráðherrann er líka ítrekað staðinn að ósannsögli og seðlabankastjórinn ýmist ráðskast eða ruglar út í eitt.

Það hlýtur að vera kominn sá tímapunktur að forða okkur frá því að óhæft fólk ráðstafi því sem við eigum að skulda um næstu framtíð og börnin okkar líka. Til þess hafa þau ekki traust!

Ég kaus Samfylkinguna í hallæri síðast, en nú krefst ég þess að þau rjúfi stjórnarsamstarfið án nokkurrar tafar. Það er nóg til af embættismönnum til að vinna nauðsynlegustu mál þó ráðherrarnir víki.

Samfylkingunni ber skylda að forða þjóðinni frá öðru stórslysi af hendi Davíðs og strengjabrúðanna hans í Sjálfstæðisflokknum. 


mbl.is Norðurlöndin sögð lána Íslandi 2,5 milljarða dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð sjálfur forsætisráðherra þegar bankaeftirlitið fór úr Seðlabankanum

Það er skrýtið að heyra Davíð kenna öllu og öllum um það sem hann ber sjálfur stærstu sökina.

Hann setti íslenska bankahrunið í gang með eigin hendi. Það vita allir sem eitthvað vilja vita. Auðvitað voru bankarnir viðkvæmir, það eru öll fyrirtæki sem eru tekin viljandi niður með þeim hætti sem Davíð leyfði sér í eineltistilburðum sínum á Jón Ásgeir.

Davíð var forsætisráðherra og með Seðlabankann á forræði sínu þegar bankaeftirlitið fór þaðan. Hvernig getur hann sem Davíð Seðlabankastjóri verið trúverðugur að kenna um það sem gerist á vakt Davíðs forsætisráðherra?

Hvers konar undirlægjuháttur er það að halda Davíð enn við stjórnvölinn? Þjóðin er að fá það illilega staðfest að sjálfstæðisflokknum er alveg sama hvers konar fangelsislið og dómgreindarlausir útbrunnir karlar veljast til starfa og hvaða afglöp þeir framkvæma. Í blárri tryggð er ekki blakað við neinu af ótta við útskúfun yfirformannsins í flokknum. 


mbl.is Yngvi Örn: Seðlabankastjóri í stjórn FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf seðlabankans og fjármálaráðuneytisins til IMF sýnir hver ræður Íslandi!

Hafi einhver efast um að Davíð Oddsson sé í reynd sá sem stjórni landinu þarf sá hinn sami ekkert að efast lengur. Geir, Árni, Solla og Björgvin eru bara strengjabrúður hans þegar á reynir.

Gerræðisvinnubrögðin hans skína í gegnum bréfið sem þeir félagar hann og Árni Mathiesen sendu til IMF og DV birtir í dag.


mbl.is DV birtir yfirlýsingu stjórnvalda til IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 264889

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband