Þjóðargjaldþrot er staðan sem menn neita að viðurkenna

Smám saman styrkist maður í þeirri trú að Ísland sé gjaldþrota og eigi að haga sér samkvæmt því en ekki stinga hausnum í sandinn og taka bara ný lán í aumkunarverðri tilraun til að viðhalda lífstíl sem við  höfðum aldrei efni en tókum bara að láni.

Þeir sem halda því fram að málin reddist með samþykki Icesave sem og endurgreiðslu hundruða milljarða eru að blekkja sjálfan sig. Við munum aldrei geta endurgreitt "íslenska efnahagsundrið". Því fyrr sem menn gera sér grein fyrir þessu því fyrr getum við snúið okkur að alvöru endurreisn.

Finnist mönnum þessi skoðun mín skrýtinn má hinn sami spyrja sig að því hvers vegna enginn hefur ennþá sætt ábyrgð á því að koma efnahagslífi heillar þjóðar til helvítis.

Það þarf réttsyni og hugrekki til að hefja endurreisn Íslands. Ekki nýja sprautu af lánsfé fyrir lánafíkn þeirra sem nú ráða ferðinni. Þessi þjóð getur alveg þolað í einhver ár að það hægist á sölu nýrra svartra Range Rover jeppa.


mbl.is Skuldar ECB 180 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

"Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir þó, að ekki séu eingöngu lán til sjávarútvegsfyrirtækja í þessum pakka. Lán til annarra fyrirtækja, innlendra og erlendra, séu líka þar inni".

Hugsa sér þennan Árna Tómasson sitjandi í skilanefnd Glittnis fyrrum stjórnarmaður Samherja eða kanski var hann bara stjórnarformaður þess viðbjóðslega glæpafélags.

Þegar ég sé og heyri nafn þessa spillta framsóknamanns þá liggur mér við ælu.

Níels A. Ársælsson., 10.9.2009 kl. 08:24

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haukur mikið erum við sammála þarna !!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.9.2009 kl. 11:42

3 identicon

Sannleikurinn í hnotskurn hjá þér!!!

Það er ekkert annað en sjálfsblekking á hæsta stigi, að halda öðru fram.

Við erum því miður komin með allt undir "hamarinn".

Íslenska RÍKIÐ var orðið fullkomlega eftirlitslaust bákn, og er því miður enn.

Sumir hafa komið fram með hugmyndir um það, að stofna hér NÝTT RÍKI.

Um þær hugmyndir náðist ekki samstaða, sökum eigingirninnar.

Sennilega endar þetta bara þannig, að hver og einn verður bara að stofna sitt eigið RÍKI, innan síns eigin RÍKIS!!!

Bleaf Productions ehf (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 13:53

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband