Eru bankarnir enn að taka stöðu gegn krónunni?

Sumir velta fyrir sér þeirri spurningu hvers vegna gengi krónunnar hækki ekki þrátt fyrir hagstæðan vöruskiptajöfnuð mánuð eftir mánuð?

Sumir velta jafnvel fyrir sér af hverju talað er um að bankarnir séu núna bólgnir af gjaldeyri sem geymdur er á erlendum reikningum en skili sér ekki heim og sé skipt í krónur?

Sumir velta fyrir sér, eftir að útflytjendum hafi verið hótað öllu illu ef þeir ekki skiluðu gjaldeyrinum, að það eina sem hafi tekið við sé að bankarnir sitji á þessu sjálfir núna og séu þess vegna að taka stöðu gegn krónunni?

Hvernig má það vera að veruleg haftastefna í gjaldeyri og hagstæður vöruskiptajöfnuður megni alls ekki að hafa jákvæð áhrif á gengið?

Er það virikilega orðin staðan að ríkið (sem á jú alla bankana) hafi svo litla trú á krónunni að í raun sé búið að afskrifa hana án þess að láta nokkurn kjaft vita af því?

Er ekki kominn tími til að einhver fari að segja sannleikann um gjaldeyrisviðskipti banka og stórfyrirtækja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Viðskiptajöfnuður er neikvæður um ca 10 milljarða þegar búið er að taka áhrif vegna gömlu bankana út. Samkvæmt þessu er krónan enn of sterk og ætti að lækka meira.

Það er ekki nóg að afgangur sé að vöruskiptajöfnuði, það verður að vera afgangur af viðskiptum við útlönd.

Lúðvík Júlíusson, 5.9.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Lúðvík, hvernig færðu út "áhrif vegna gömlu bankanna"?

Haukur Nikulásson, 5.9.2009 kl. 09:44

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæll Haukur,

hér er linkur í frétt Seðlabankans.  Hún lýsir vel stöðu þjóðarbúsins.

Lúðvík Júlíusson, 5.9.2009 kl. 11:30

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Lúðvík, þetta á ekki að hafa áhrif því um er að ræða að mestu áfallna vexti á skuldir gömlu bankanna sem eru í greiðslustöðvun og það eru engir fjármunir að fara úr landi þess vegna. Viðskiptajöfnuður sem er neikvæður vegna gömlu bankanna er tómt mál að tala um í sambandi við eðlilega gengisþróun.

Haukur Nikulásson, 5.9.2009 kl. 19:39

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Í frétt Seðlabankans segir:
"Reiknuð gjöld gömlu bankanna námu 63,5 ma.kr. og tekjur 27,8 ma.kr. og eru því neikvæð áhrif á þáttatekjujöfnuð vegna þeirra um 35,7 ma.kr. Þáttatekjujöfnuður án áhrifa gömlu bankanna var því neikvæður um 35,9 ma.kr. og viðskiptajöfnuður neikvæður um 10,3 ma.kr."

Viðskiptajöfnuður án áhrifa gömlu bankanna er neikvæður um 10,3 milljarða.  Þessir peningar eru að fara úr landi, þetta eru auknar skuldir þjóðarbúsins, auka vaxtagreiðslur og lækka gengi krónunnar enn frekar.  Þess vegna getur krónan ekki styrkst og ætti að lækka.

Lúðvík Júlíusson, 5.9.2009 kl. 19:49

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband