Yfirlýsing um þjóðargjaldþrot gæti verið rétta leiðin upp úr skítnum

Það er ekki séð fyrir endann á þeim erfiðleikum sem nú blasa við hinni íslensku þjóð í efnahagsmálum. Í kvöld var viðskiptaráðherra neyddur til að samþykkja þann möguleika við Sigmar í Kastljósinu að við gætum verið í allt að 1200 milljarða mínus eftir 7 ár ef neyðarlögin standast ekki áhlaup málaferla.

Ég hef löngum haldið því fram að setning neyðarlaganna var vanhugsaður verknaður unninn í taugaveiklun og meira að segja núverandi valdhafar voru plataðir til að samþykkja. Svo brátt bar þá lagasetningu að að fjöldi þingmanna viðurkenndi að hafa ekki lesið lögin áður en þeir samþykktu þau.

Nú stöndum við frammi fyrir því að setja okkur á hausinn með 650-1200 milljarða klafa sem við losnum aldrei við eða lýsa yfir þjóðargjaldþroti (sovereign default) og þurfa að búa við nokkurra ára vanþóknun sem ég tel að verði skammvinn vegna almennrar kreppu í heiminum. Flestir eru svo uppteknir af eigin vandamálum að Ísland verður ekki ofarlega í hugum manna jafnvel bara að ári liðnu. Lesið hér hvernig málum háttaði hjá Argentínumönnum árin 1999-2002.

Kosturinn við þjóðargjaldrot er að þá erum við á núlli núna og vitum þá hver botninn er: Hann er hér og nú.

Vandræðin við að koma þessu í kring er þjóðarstolt sem er að þvælast fyrir okkur. Þessu þjóðarstolti má líkja við krabbameinssjúkling sem vill ekki viðeigandi meðferð vegna lyfjaskalla!

Með þjóðargjaldþroti getum við líka ótrufluð hafið leiðréttingu á efnahagskerfi þjóðarinnar, notað útflutningsgreinar til að kaupa helstu nauðþurftir erlendis á meðan við erum að byggja okkur upp. Leiðrétting skulda heimila og fyrirtækja verður þá óumdeilanlega fær leið.

Hvernig réttlæti ég þessa subbulegu leið: Hamfarir kalla á aðgerðir til sjálfsbjargar. Það er hægt að sjá það fyrir sér að taka þátt í uppbyggingu sem byrjar á botninum en ekki allt að 1200 miljarða í mínus sem við eigum flest enga sök á!


mbl.is Eva Joly: Botninum ekki náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

Þetta er rétt hjá þér, það á bara að loka búllunni strax! Það er búið að klúðra öllu sem hægt er að klúðra!

Jónas Jónasson, 23.6.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Enga svartsýni Jónas!

Haukur Nikulásson, 23.6.2009 kl. 22:50

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Hvaða vitleysa er þetta. Þá hlýtur þér að þykja það eðlilegt að lánadrottnar ríkisins taki yfir eignir þrotabúsins og hrifsi þannig til sín allar okkar auðlindir. Þannig virkar gjaldþrot.

Við eigum helling af auðlindum og margt bendir til þess að á næstu árum bætist olían í þann hóp. Þetta eru auðlindir sem mikil eftirspurn verður eftir næstu áratugi. Í flestum löndum heims eru lífsskilyrði verulega mikið verri en hjá okkur auk þess sem skuldir margra ríkja eru háar OG þau, öfugt við okkur, eiga litla möguleika á að standa undir þeim. Þetta er því í raun algerlega fráleit hugmynd.

Auðvitað erum við mjög skuldug. Ef allt fer á versta veg þá tökum við lán til 50, 100 eða 150 ára þannig að greiðslubyrðin verði eitthvað sem við ráðum við og greiðum þessar skuldir þótt það verði á löngum tíma. Þannig bara virkar þetta. Vissulega höfum við oft haft það betra en það er engin ástæða til að mála skrattann á vegginn og mála þetta sterkari litum en raunhæft er, nóg er nú samt.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 24.6.2009 kl. 00:36

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

...

Sigurður Viktor Úlfarsson, 24.6.2009 kl. 00:36

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigurður, gjaldþrot þjóðar er ekki sama og gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga. Ísland væri ekki tekið upp í skuld með neinum sambærilegum hætti svo það sé upplýst strax.

Við höfum einfaldlega aðra möguleika sem vert er að kanna mikið nánar áður en skrifað er undir og samþykkt ríkisábyrgð á Icesave sem við tókum bara ekkert að láni, þ.e. þjóðin. Það má bara alveg gefa sér tíma til að staldra við og meta fleiri kosti þótt þeir hljómi ekki vel í fyrstu.

Við svona gegndarlaust hrun og svik við þjóðina þarf að hugsa út fyrir hið venjulega box.

Haukur Nikulásson, 24.6.2009 kl. 06:54

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er sammála þér Haukur að þessa leið þarf að skoða í fullri alvöru, og hef verið að segja það sjálfur undanfarnar tvær vikur.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.6.2009 kl. 08:36

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ísland og Argentína eru engan vegin sambærileg í svona máli - Argentína er fast að því "self-contained", þar er framleiðsla það mikil að þeir geta séð um sig sjálfir hvað varðar æði margt. Og ekki þurfa þeir að hafa áhyggjur af því að önnur lönd hætti að viðurkenna 200 mílna fiskveiðilögsögu.

Ingvar Valgeirsson, 28.6.2009 kl. 14:23

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

200 mílna efnahagslögsaga er alþjóðlega viðurkennt fyrirbæri í dag.  Ef eitthvert nágrannaland okkar myndi neita að viðurkenna 200 mílna efnahagslögsögu Íslands væri hið sama land að brjóta hafréttarsáttmála S.Þ. og þar sem öll okkar nágrannaríki hafa undirritað þann sáttmála er ólíklegt að nokkurt þeirra ríkja myndi hætta að viðurkenna efnahagslögsögu okkar.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.6.2009 kl. 16:06

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband