Vinstri grænir selja sjálfstæði landsins fyrir skammtímavöld

Ég skil ekki af hverju verið er að kjósa fólk til þings og í ríkisstjórn sem vill ekki stjórna. Þá á ég við að þetta sama fólk getur ekki beðið eftir því að færa stjórnvald Íslands til Brussel.

Vinstri grænir voru (eru?) andvíg aðild að ESB og þau gæla við það mál af fullkominni léttúð. Þau eiga að vita að ESB notar allt það fjármagn, fortölur og jafnvel efnahagslega kúgun til að koma Íslandi undir hatt Bandaríkja Evrópu. Vinstri græn eru að opna dyrnar með samþykki tillögugerðar um aðildaviðræður eða eigum við að kalla þetta uppgjafarskilmála?

Er einhverjum þetta ennþá óljóst?

Ég er með tillögu að nafni á þessa ríkisstjórn: Minnimáttarstjórnin.


mbl.is Evrópumálið setur alla í nokkurn vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi "lausn" sem Samfylking og Vinstri-Grænir held ég að allir séu óánægðir hvort sem fólk er hlynnt aðildarumsókn eða á móti.

Þeir sem eru hlynntir aðildarumsókn finnst þetta mikil kosningaloforðs svik, auk þess að ólíklegt verður að teljast að þetta verði samþykkt á þingi, líklegra væri að þjóðin myndi samþykkja þetta frekar en þing.

Þannig að þeir sem eru andvígir aðildarumsókn ættu að vera ánægðir með þessa "lausn" annað finnst mér hálfgerð frekja þar sem horft er framhjá því að amk 45% kjósenda vilji aðildarumsókn m.v. niðurstöður alþinigkosninga m.v. hlutfall samfylkingar og framsóknar. Síðan er sæmilega stór hluti innan allra hina flokkana sem vilja aðildarumsókn svo það er án nokkurs vafa komið vel yfir 50%

En það er nokkuð ljós að fáir eru ánægðir með þessa "lausn" og búið að ýta einu stærsta kosningamálinu í hendur stjórnarandstöðu, talandi um að ekki ætla að ýta erfiðum málum frá sér :)

Hörður A. G. (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 08:52

2 identicon

Hörður: Meirihlutafylgi fyrir umsóknhefur ekki mælst í könnun nýlega nema í okt. á síðasta ári og það var horfið strax í næstu könnun í jan. á þessu ári. Síðast (25. mars) mældust 46,6% styðja umsókn en 53,4% vera andvíg.

Hér má nálgast gröf sem það hvernig niðurstöður úr könnunum bæði SI og Fréttablaðsins hafa þróast.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:59

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband